Breyttu fjósi í vinnustofu

Landinn
 · 
Suðurland
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni

Breyttu fjósi í vinnustofu

Landinn
 · 
Suðurland
 · 
Mannlíf
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
18.04.2017 - 09:53.Edda Sif Pálsdóttir.Landinn
Mágkonurnar Eva Dögg Þorsteinsdóttir og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa komið sér vel fyrir í gömlu fjósi í Garðakoti, rétt fyrir utan Vík. Þar hanna þær hina ýmsu listmuni, mála, sauma, búa til kerti og gjafakort undir merkinu EY Collection. Nafnið er vísun í Dyrhólaey sem er skammt undan.

„Það sem var alltaf í okkar kolli var að búa til eitthvað sem á tengingu við náttúruna hérna, umhverfið, mannlífið, söguna,“ segir Eva Dögg. 

Þær stöllur dreymir um að hafa listsköpunina að aðalstarfi en sinna báðar öðrum störfum enn sem komið er, Þorbjörg rekur snyrtistofu og Eva gistiheimili í Garðakoti.

Landinn heimsótti gamalt fjós sem hefur aldeilis fengið annan tilgang. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.