Breiðablik á toppinn eftir sigur í Hafnarfirði

19.05.2017 - 21:34
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski  -  RÚV
Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Nýliðar Hauka komust yfir gegn Blikum á heimavelli.

Blikar voru fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar en Haukar í botnsætinu. Það voru hins vegar heimakonur sem byrjuðu betur. Marjani Hing-Glover kom Haukum yfir á 23. mínútu leiksins og þegar flautað var til leikhlés voru Haukar með 1-0 forystu. Fanndís Friðriksdóttir svaraði á 54. mínútu þegar hún jafnaði metin eftir og gerði svo gott betur á 74. mínútu þegar hún kom Breiðabliki yfir, 2-1. 

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir bætti svo þriðja marki Breiðabliks við á 84. mínútu og gerði þar með út um leikinn. Breiðablik fór með sigrinum á toppinn með 12 stig 

 

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður