Blöndubrú einbreið næstu mánuði

16.08.2016 - 15:49
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson  -  RUV.IS
Vegagerðin vekur athygli á því að vegna framkvæmda á brú yfir Blöndu á Blönduósi verði önnur akgreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum til 1. desember. Akbrautin er aðeins 3 metrar á breidd og vegfarendur því beðnir um að gæta varúðar.

Á vef Húnahornsins kemur fram að til standi að taka burt steypta stétt sem liggur sunnan megin á brúnni og muni það breikka akgrein brúargólfsins um 60-70 sentimetra. Þá verði einnig sett nýtt vegrið á brúna og brúargólfið malbikað.

Atli Þór Ægisson
Fréttastofa RÚV