Blak: HK í vænlegri stöðu

20.04.2017 - 21:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
HK er einum sigri frá Íslandsmeistaratitli karla í blaki. HK vann Stjörnuna 3-1 í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í dag.

Stjarnan vann fyrstu hrinu 25-17 en HK næstu þrjár, 25-15, 25-21 og 25-23. Vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að verða Íslandsmeistari og getur HK tryggt sér titilinn með sigri þegar liðin mætast í Ásgarði á laugardaginn.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður