Anya Hrund Shaddock er handhafi Nótunnar 2017

20.04.2017 - 07:18
Píanónemandinn Anya Hrund Shaddock úr Tónlistaskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar er handhafi Nótunnar 2017.

Anya Hrund, sem er fjórtán ára, vann aðalverðlaunin á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, sem haldin var í sjötta sinn hinn 25. mars sl. í Eldborgarsal Hörpu, fyrir flutning  á  „Claire de lune“ úr Bergamasque-svítunni eftir Claude Debussy.  Þess má geta að sama kvöld vann Anya Hrund  einnig Söngkeppni Samfés með frumsömdu lagi sem hún söng sjálf. Upptakan er fengin frá Tónlistarsafni Íslands.

Bergljót Haraldsdóttir
dagskrárgerðarmaður