Alnæmisrannsakendur taldir hafa farist

17.07.2014 - 23:19
A graduate student works in a molecular biology laboratory at the University of Tokyo's Graduate School of Medicine in Tokyo, Japan, on Thursday, Jan. 30, 2014. The University of Tokyo held a media tour for their latest neuroscience research.
Óstaðfestar fregnir frá Ástralíu herma að nokkrir af fremstu vísindamönnum heims á sviði alnæmisrannsókna hafi farist með malasísku farþegaþotunni sem var skotin niður í Úkraínu í dag.

Alþjóðleg ráðstefna um alnæmisrannsóknir hefst í Melbourne í Ástralíu eftir helgi og talið er að nokkrir ráðstefnugestir hafi verið um borð í vélinni. Þeir hafi ætlað að millilenda í Malasíu á leið sinni á ráðstefnuna. Reynist það rétt þykir líklegt að nokkrir fulltrúar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafi einnig verið um borð.