Fótbolti

Fjölmiðlafundi Manchester United aflýst

Fjölmiðlafundi Manchester United fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar hefur verið aflýst vegna hryðjuverksins í Manchester í gærkvöld.
23.05.2017 - 11:04

Breskir miðlar segja tilboð í Gylfa samþykkt

Swansea hefur samþykkt tilboð Everton í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson en það hljóðar upp á 25 milljónir punda, eða sem nemur rúmlega þremur milljörðum króna.
23.05.2017 - 09:38

„Tvö mörk og sigur það er bara nóg“

Einar Karl Ingvarsson var sáttur með sigur sinna manna í Val á KR þrátt fyrir að liðið hafi ekki spilað fallegasta fótboltann. Valur vann KR 2-1 á Hlíðarenda í kvöld og er liðið jafnt Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar.
22.05.2017 - 23:04

Valur lagði KR í Reykjavíkurslag

Valur vann KR í lokaleik kvöldsins í Pepsídeild karla í fótbolta. Valsmenn eru eftir sigurinn jafnir Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar.
22.05.2017 - 22:12

Íslandsmeistararnir töpuðu - ÍA enn án stiga

Tveimur leikjum af þremur er lokið í Pepsídeild karla í fótbolta. Íslandsmeistarar FH lágu á heimavelli gegn Fjölni.
22.05.2017 - 21:31

Moyes hættur hjá Sunderland

Knattspyrnustjórinn David Moyes hefur látið af störfum sem þjálfari Sunderland eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
22.05.2017 - 17:27

Milos ráðinn til Breiðabliks - Olgeir aðstoðar

Milos Milojevic var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks í Pepsí-deild karla í knattspyrnu. Milos tekur við starfinu af Arnari Grétarssyni sem var rekinn eftir aðeins tvær umferðir en Sigurður Víðisson hefur stýrt Blikum til bráðabirgða síðustu tvo...
22.05.2017 - 14:31

Svona fögnuðu Madrídingar titlinum

Stuðningsmenn og leikmenn Real Madrid fögnuðu langt fram á nótt í spænsku höfuðborginni í gær eftir að liðið varð spænskur meistari í 33. sinn. Lokaumferðin var nokkuð spennandi en Real Madrid nægði jafntefli gegn Malaga á útivelli til að tryggja...
22.05.2017 - 11:11

Stjarnan lagði KA með marki á ögurstundu

Stjarnan varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KA að velli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Sigurmarkið kom eftir fimm mínútur af uppbótartíma. Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni í 1-0 eftir 22. mínútna leik með skalla eftir hornspyrnu en skömmu...
21.05.2017 - 23:40

Meiðslin hafa reynt á sálina

Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen, landsliðskonur í fótbolta, eru aftur farnar að spila eftir alvarleg meiðsli. Þær leggja allt kapp á að koma sér í besta mögulega form fyrir EM sem hefst innan tveggja mánaða.
21.05.2017 - 21:44

Neitaði viðtali og tók það sjálfur

Hinir árlegu Íslandsleikar Special Olympics í fótbolta voru haldnir á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Þetta er hápunktur fótboltasumarsins hjá þátttakendum og einn þeirra brá sér í hlutverk íþróttafréttamanns.
21.05.2017 - 21:21

Fyrsti sigur Blika kom í Víkinni

Breiðablik vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild karla með góðum 3-2 útisigri á Víkingi Reykjavík í Fossvogi. Hrvoje Tokic kom Breiðabliki yfir á 16. mínútu leiksins og var það eina mark fyrri hálfleiks.
21.05.2017 - 21:08

Liverpool tryggði sér Meistaradeilarsæti

Síðasta umferðin í ensku úrvalsdeildinni fór fram í dag. Fyrir umferðina voru Chelsea búnir að tryggja sér titilinn, Tottenham Hotspur var í öðru sæti og Hull City, Middlesbrough og Sunderland voru öll fallin. Því var eina spennan hvaða lið myndu...
21.05.2017 - 16:02

Þriggja marka sigur Eyjamanna í Ólafsvík

ÍBV gerði góða ferð til Ólafsvíkur í dag og vann öruggan þriggja marka sigur, 3-0 gegn heimamönnum í Víkingi Ólafsvík. Alvaro Montejo Calleja kom ÍBV um miðjan fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik.
21.05.2017 - 16:02

Terry fékk heiðursskiptingu á 26. mínútu

John Terry lék í dag sinn síðasta leik fyrir Chelsea í leik gegn Sunderland á Stamford Bridge. John Terry hefur ávallt leikið í treyju númer 26 og var skipt af velli á 26. mínútu leiksins í stöðunni 1-1.
21.05.2017 - 15:24