Fótbolti

Juventus vinnur deildina sjötta árið í röð

Juventus vann í dag Serie A deildina á Ítalíu með 3-0 sigri á Crotone. Er þetta sjötta árið í röð sem Juventus vinnur deildina. Liðið varð bikarmeistari á dögunum og er nú búið að tryggja sér sigur í deildinni þegar ein umferð er eftir. Þann 3. júní...
21.05.2017 - 14:56

Edda: „Betri er uppgangur en niðurgangur“

Fimmtu umferð úrvalsdeildar kvenna lauk í dag. Þór/KA gerði góða ferð suður.
20.05.2017 - 18:36

Alfreð og félagar björguðu sér frá falli

Lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar var leikin í dag. Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason og samherjar hans í Augsburg gerðu markalaust jafntefli við Hoffenheim og dugðu þau úrslit til að koma í veg fyrir að liðið félli úr úrvalsdeildinni.
20.05.2017 - 15:55

Þór/KA kemst aftur á toppinn með sigri

Fimmta umferð úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu hófst í gær með leik Breiðabliks og Hauka þar sem Blikastúlkur komust á toppinn eftir 3-1 sigur í Hafnarfirðinum. Umferðinni lýkur í dag með fjórum leikjum.
20.05.2017 - 13:12

Breiðablik á toppinn eftir sigur í Hafnarfirði

Einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Nýliðar Hauka komust yfir gegn Blikum á heimavelli.
19.05.2017 - 21:34

Fyrsti kvenkyns dómarinn í Bundesligunni

Bibiana Steinhaus mun dæma í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hún verður fyrst kvenna til að dæma í Bundesligunni.
19.05.2017 - 20:00

Milos hættur hjá Víkingi

Milos Milojevic er hættur sem aðalþjálfari Víkings Reykjavíkur en knattspyrnudeild Víkings sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis.
19.05.2017 - 18:24

Sögulegur bikarleikur í Þorlákshöfn

Þorkell Þráinsson fyrirliði Ægis í Þorlákshöfn sem leikur í 3. deild karla í knattspyrnu býst við betri áhorfendamætingu en venjulega þegar liðið fær úrvalsdeildarlið Víkings í Reykjavík í heimsókn í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar.
19.05.2017 - 15:51

Valur og Stjarnan mætast í 16 liða úrslitum

Bikarmeistarar Vals mæta Stjörnunni í stórleik 16 liða úrslita bikarkeppni karla í knattspyrnu en dregið var nú í hádeginu. Þriðju deildarlið Ægis mætir úrvalsdeildarliði Víkings Reykjavík.
19.05.2017 - 12:22

Ísland mætir Brasilíu á Laugardalsvelli

Kvennalandslið Íslands og Brasilíu í knattspyrnu mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 13. júní n.k. Samningur þess efnis var undirritaður í gærkvöld.
19.05.2017 - 09:47

FH, Valur og Fjölnir áfram í bikarnum

32 liða úrslitum í Borgunarbikar karla lauk í kvöld með þremur leikjum. Pepsi deildarlið Fjölnis rétt marði Magna frá Grenivík á útivelli. Íslandsmeistarar FH sigruðu 2. deildarlið Sindra og Valur sló út Víking Ólafsvík.
18.05.2017 - 21:11

Gylfi Þór fetar í fótspor Arons Einars

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea City í ensku úrvalsdeildinni, vann í gær þrenn verðlaun á lokahófi félagsins. Var Gylfi valinn bestur af stuðningsmönnum sem og samherjar hann völdu hann bestan í liðinu. Einnig kustu stuðningsmenn félagsins...
18.05.2017 - 18:29

Grunur um hagræðingu úrslita í Svíþjóð

Sænska knattspyrnusambandið hefur aflýsti leik sænsku fótboltaliðanna IFK Gautaborg og AIK í sænsku úrvalsdeildinni vegna gruns um að reynt hafi verið að hagræða úrslitum hans. Liðin áttu að mætast í kvöld. Að sögn sænska knattspyrnusambandsins var...
18.05.2017 - 09:49

Gylfi ánægður hjá Swansea og vill ekki fara

Gylfi Þór Sigurðsson, sem var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum og leikmönnum Swansea, segist ekki vera að reyna yfirgefa félagið og að hann vilji ekki fara. „Ég skrifaði undir nýjan samning í sumar og á þrjú ár eftir af honum. Það er því...
17.05.2017 - 23:41

Viðsnúningur á Skaganum - Enn tapa Blikar

Í kvöld fóru fram níu leikir í 32 liða úrslitum Bikarkeppni karla í knattspyrnu. Nokkur var um óvænt úrslit en þrjú Pepsi deildarlið duttu út í kvöld og tvö önnur voru lengi að klára sína leiki gegn neðri deildarliðum.
17.05.2017 - 21:12