Fótbolti

Frakkland í 8-liða úrslit - Sviss úr leik

Frakkland og Sviss mættust í honum leiknum í C-riðli í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að franska liðið myndi enn og aftur detta úr keppni í riðlakeppninni en þökk sé skelfilegum mistökum hjá markverði Sviss þá er franska liðið á leiðinni í 8-liða...
26.07.2017 - 20:37

Tap gegn Austurríki

Ísland tapaði í kvöld 3-0 fyrir Austurríki í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Hollandi. Austurríki fer því í 8-liða úrslitin ásamt Frakklandi sem gerði jafntefli við Sviss í kvöld.
26.07.2017 - 20:35

FH tapaði í Slóveníu

Íslandsmeistarar FH mættu Maribor frá Slóveníu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu nú í kvöld. Fóru heimamenn með 1-0 sigur af hólmi en FH ennþá í fínni stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram eftir viku.
26.07.2017 - 20:15
Mynd með færslu

Sviss - Frakkland

Sviss og Frakkland mætast í afar mikilvægum leik í C-riðlinum kl. 18.45. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV 2.
26.07.2017 - 18:40
Mynd með færslu

Ísland - Austurríki

Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar á Evrópumóti kvennalandsliða í fótbolta. Þetta ersíðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en þær eiga ekki möguleika á því að komast áfram í 8-liða úrslit.
26.07.2017 - 18:00

Terim hættir sem landsliðsþjálfari Tyrklands

Faith Terim, landsliðsþjálfari Tyrklands í knattspyrnu, hefur sagt upp störfum en þetta er í þriðja skipti sem hann hættir sem þjálfari tyrkneska landsliðsins.
26.07.2017 - 17:44

Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands

Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins á Evrópumótinu er tilbúið en liðið mætir Austurríki klukkan 18:45. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV en útsending hefst klukkan 18:20. Liðið má sjá á myndinni hér að ofan.
26.07.2017 - 17:31

Stelpurnar ætla sér sigur í lokaleiknum á EM

Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðlakeppninnar á Evrópumóti kvennalandsliða í fótbolta í kvöld. Þetta verður síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en þær eiga ekki möguleika á því að komast áfram í 8-liða úrslit.
26.07.2017 - 10:50

Valsmenn að stinga af í Pepsi deildinni?

Valsmenn gerðu góða ferð til Ólafsvíkur í kvöld þar sem þeir unnu góðan 2-1 sigur á heimamönnum í Víking Ólafsvík. Með sigrinum eru Valsmenn komnir með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 12 umferðum af 22 er lokið. Valsmenn eru dottnir úr...
25.07.2017 - 21:09

Þýskaland og Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit

Í kvöld lauk B-riðli Evrópumótsins í Hollandi. Þýskaland mætti Rússlandi og Svíþjóð mætti Ítalíu. Ljóst var að sigurvegarinn úr leik Þýskalands og Rússlands færi áfram í 8-liða úrslit en Svíþjóð dugði jafntefli gegn Ítalíu til að komast áfram....
25.07.2017 - 20:44

Freyr: „Þurfum að finna gleðina aftur“

„Gleðina hefur ekki vantað hjá okkur á þessu móti en þegar að tilfinningarnar fara svona niður eins og eftir leikinn gegn Sviss þá þarf að finna gleðina aftur. Þessi flotti völlur og leikurinn á morgun verður kjörinn vettvangur til þess,“ segir...
25.07.2017 - 19:00

Ingibjörg: „Við verðum yfir í baráttunni“

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, er vel stemmd fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun á Evrópumótinu í Hollandi. Hún viðurkennir að síðustu dagar hafi verið erfiðir eftir að liðið datt úr keppni en stelpurnar séu nú búnar að gíra...
25.07.2017 - 18:37

Er Ísland grófasta liðið á mótinu?

Einhverjir hafa haft á orði að íslenska liðið spili grófan fótbolta og þess vegna sé sérstaklega erfitt að mæta því. Austurríkismenn töluðu um það á blaðamannafundi í dag og það hafa fyrri mótherjar liðsins í Hollandi líka gert og gefið til kynna að...
25.07.2017 - 17:47
Mynd með færslu

Fjölmiðlafundur Íslands í „Kastalanum“

Framundan er fjölmiðlafundur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir síðasta leik Íslands á EM í Hollandi. Hópurinn er nú mættur til Rotterdam þar sem leikið verður gegn Austurríki annað kvöld.
25.07.2017 - 15:10

Danski landsliðsþjálfarinn fór heim af EM

Danmörk tryggði sér í gærkvöld farseðil í 8-liða úrslit Evrópumótsins í Hollandi með 1-0 sigri á Noregi. Þjálfari danska liðsins, Nils Nielsen, er farinn úr herbúðum danska landsliðsins í Hollandi og heim til Danmerkur.
25.07.2017 - 15:08