Fótbolti

Freyr: „Ómögulegt að segja um meiðslin“

„Við gerum fimm breytingar frá því í Portúgal. En við vissum svosem að við þyrftum að gera einhverjar breytingar vegna meiðsla. Þannig að það koma þarna ungar stelpur inn, meðal annars tveir nýliðar. Þetta er spennandi verkefni fyrir þær, og ég...
29.03.2017 - 15:43

Falskar fréttir um fæðingarsprengju á Íslandi

Lítið tíst frá fæðingarlækni við Landspítalann varð til þess að tugir fjölmiðla um allan heim hafa á síðustu dögum flutt falskar fréttir af því að fæðingarsprenging hafi orðið á Íslandi um síðustu helgi, sléttum 9 mánuðum eftir að Íslendingar lögðu...
29.03.2017 - 13:56

Tveir nýliðar í landsliðshópi Freys

Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið 23 leikmenn fyrir vináttulandsleiki Íslands á móti Slóvakíu og Holland. Ísland sækir Slóvakíu heim 5. apríl og spilar við Holland 11. apríl.
29.03.2017 - 13:30

Brasilía á HM 2018

Brasilía varð í nótt fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi á næsta ári. Brasilía vann Paragvæ með þremur mörkum gegn engu í nótt, og á sama tíma tapaði Úrúgvæ óvænt fyrir Perú með tveimur...
29.03.2017 - 05:34

Ísland vann í Dyflinni

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld 1-0 sigur þegar það mætti Írum í Dyflinni í kvöld. Um vináttulandsleik var að ræða og voru breytingarnar sem Heimir Hallgrímsson gerði á liðinu átta talsins frá leiknum við Kósóvó sem fram fór á...
28.03.2017 - 20:37

Messi dæmdur í fjögurra leikja bann

Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA hefur úrskurðað einn besta fótboltamann fyrr og síðar, Lionel Messi, í fjögurra leikja bann með landsliði Argentínu.
28.03.2017 - 18:26

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi

Heimir Hallgrímsson þjálfari gerir 8 breytingar á byrjunarliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá síðasta leik. Íslenska liðið mætir Írlandi í kvöld í vináttuleik. Einu mennirnir sem halda sæti sínu í byrjunarliðinu úr leiknum gegn Kósóvó...
28.03.2017 - 17:30

Cristiano Ronaldo launahæsti fótboltamaðurinn

Besti knattspyrnumaður heims 2016, Portúgalinn Cristiano Ronaldo, var jafnframt sá tekjuhæsti á síðasta ári. Alls halaði hann inn um tíu og hálfan milljarð króna í laun, eða sem nemur um 75 milljónum punda.
28.03.2017 - 14:59

Vinnur Ísland Írland loksins í kvöld?

Ísland og Írland hafa mæst tíu sinnum í A-landsleik karla í knattspyrnu en aldrei hefur Ísland unnið. Þrisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn en Írar hafa unnið sjö leiki. Ísland og Írland mætast í vináttulandsleik í Dublin í kvöld.
28.03.2017 - 11:44

San Antonio burstaði Cleveland

NBA-meistarar Cleveland Cavaliers fengu skell gegn San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt.
28.03.2017 - 10:09

Lygileg vítaspyrna 13 ára fótboltastelpu

Marie Jóhannsdóttir, 13 fótboltastelpa ættuð úr Skagafirði, skoraði með ótrúlegri vítaspyrnu í vítakeppni í Noregi á dögunum.
27.03.2017 - 16:05

NRK: „Martraðarbyrjun Lagerbäck“

Norskir fjölmiðlar fara ekki fögrum orðum um spilamennsku norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í 2-0 tapi gegn Norður-Írlandi í undankeppni HM 2018 í Belfast í gærkvöld.
27.03.2017 - 10:07

Blind íhugar að hætta með Holland

Danny Blind, þjálfari hollenska knattspyrnulandsliðsins, íhugar nú hvort hann eigi að hætta sem þjálfari landsliðsins eftir óvænt tap Hollands gegn Búlgaríu í undankeppni HM 2018.
26.03.2017 - 14:30

Breytingar á íslenska landsliðshópnum

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur kallað Arnór Smárason inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikinn gegn Írum á þriðjudaginn.
26.03.2017 - 12:53

Fjórði bróðirinn með landsliðsmark

Mark Björns Bergmanns Sigurðarsonar á móti Kósóvó í gær var sögulegt. Hann varð þar með sá fjórði af sínum bræðrum til að skora fyrir A-landslið Íslands í knattspyrnu.
25.03.2017 - 19:30