Fjármálin

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

Sigurður Hannesson, sem sat í framkvæmdahópi um afnám hafta, gagnrýnir síðustu aðgerðir í afnáminu. Stjórnvöld segi eitt og geri annað. Veðmál vogunarsjóðanna hafi gengið upp. 
22.03.2017 - 08:59

Stórtækt rússneskt peningaþvætti afhjúpað

Rússneskir glæpamenn nýttu þjónustu margra af stærstu bönkum Evrópu við að þvætta himinháar peningaupphæðir. Um þetta er fjallað í nokkrum helstu dagblöðum Evrópu. Peningaþvættið átti sér stað tæplega fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2011 fram í...
21.03.2017 - 03:41

Hagur heimila vænkast

 Þeim sem safna skuldum hefur fækkað verulega frá hruni og þeim sem geta lagt fyrir sparifé fjölgar, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Ástandið hefur batnað mest hjá fólki með háskólapróf og hærri tekjur. Svarendur eru ekki flokkaðir eftir húsnæðisstöðu...
19.03.2017 - 19:49

„Það er verið að verðlauna freka kallinn“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokks segir að losa hefði átt höftin fyrr, verið væri að verðlauna freka kallinn og á þar við vogunarsjóðina. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að ef vogunarsjóðir sem tóku þátt í...
14.03.2017 - 08:28

„Morgungjöf til vogunarsjóðanna“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins segir afnám haftanna morgungjöf til vogunarsjóða í New York. Sjóðirnir hafi reynt að ná fullveldisréttinum af Íslendingum. Horfið hafi verið frá því að verja almenning á Íslandi og sérstakur...
13.03.2017 - 17:41

Segir síðasta útboð hafa dregist of lengi

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarsflokksins segir að viðurkenna megi að of lengi hafi dregist að halda síðasta aflandskrónuútboð, ekki síst í ljósi þess hve vel gekk í efnahagslífinu. Hann segir undirliggjandi vanda hér vera háa vexti og...
13.03.2017 - 16:48

„Misstu af tækifæri“ til að klára snjóhengjuna

Fjámálaráðherra segir að hægt hefði verið að þurrka upp snjóhengjuna svokölluðu í útboðinu sem efnt var til á síðasta ári, með því að lækka gengið aðeins. Þáverandi stjórnvöld hafi ákveðið að gera það ekki.
13.03.2017 - 15:35

Gengi krónunnar sveiflast töluvert

Gengi krónunnar hefur sveiflast töluvert frá því að markaðir voru opnaðir í morgun. Hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir sveiflurnar innan þeirra marka sem búast mátti við.Beðið sé viðbragða Seðlabankans.
13.03.2017 - 12:09

Fall banka lendi ekki á skattborgurum

Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið vinnur nú hörðum höndum að því að undirbúa innleiðingu reglna Evrópusambandsins um að tjón af fjárfestingabankastarfsemi muni ekki bitna á viðskiptabankastarfsemi. Þetta sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri...
13.03.2017 - 09:37

ASÍ fagnar en minnir á ábyrgð stjórnvalda

Forseti Alþýðusambands Íslands segir afnám gjaldeyrishaftanna mikil tíðindi, en þau setji um leið miklar kröfur á stjórnvöld um aga í efnahagsstjórninni. Hann vonast til að væntingar um vaxtalækkun gangi eftir.
13.03.2017 - 09:53

Kauphöllin fagnar afléttingu hafta

Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar segir afnám fjármagnshaftanna hafa mikla þýðingu fyrir Kauphöllina og geti laðað að erlent fjármagn til langtíma. Hann segir að aðstæður til afléttingarinnar hafi verið nánast fullkomnar.
13.03.2017 - 08:27

Eiga erfitt uppdráttar þrátt fyrir hagvöxt

Þótt Íslendingar upplifi nú langmesta hagvöxt síðan fyrir hrun - meira en 7% í fyrra - eiga þeir sem eru með lægstar ráðstöfunartekjur erfitt uppdráttar. Þetta segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. Persónuafsláttur og barna- og vaxtabætur hafi...
10.03.2017 - 13:11

Mun minni hagnaður hjá bönkunum

Stóru bankarnir þrír högnuðust samtals um sextíu milljarða króna í fyrra sem er fjörutíu milljörðum minna en árið áður. Arðgreiðslur bankanna til ríkisins voru átján milljörðum meiri en gert var ráð fyrir. Þá greiddu bankarnir samtals 23 milljarða...
25.02.2017 - 19:01

Tæplega þriðjungur hagnaðarins vegna Borgunar

Íslandsbanki hagnaðist um 20,2 milljarða króna í fyrra. Þetta er eilítið minni hagnaður en árið áður, þegar hagnaður bankans var 20,6 milljarðar. Í ársuppgjöri bankans, sem birt var í morgun, er hagnaðurinn helst tilkominn vegna sterkra grunntekna...
24.02.2017 - 10:52

Kaupverð íbúða hækkar meira en leiguverð

Húsaleiguverð hefur hækkað mun minna en kaupverð íbúða á liðnu ári. Leiguverð hefur hækkað um 11,5% á 12 mánaða tímabili frá janúar 2016. Á sama tíma hefur söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 16,3%. 
23.02.2017 - 09:39