Ferðaþjónusta

Telur smæð Keflavíkurflugvallar há vexti WOW

Takmarkanir á Keflavíkurflugvelli eru farnar að há vexti flugfélagsins WOW air, að sögn Skúla Mogensens, forstjóra fyrirtækisins. Verði ekkert að gert geti ekki orðið frekari fjölgun á farþegum til og frá Íslandi frá árinu 2020, hvorki með WOW air ...
21.09.2017 - 13:09

Skilaði úrganginum aftur til ferðamannsins

Einsi Cuda, íbúi í Vogunum, segir reynslu sína af ferðamönnum í sveitarfélaginu ekki góða. Nokkuð hefur borið á því að ferðafólk sofi á víðavangi og nýti jafnvel náttúruna eða opin svæði sem salernisaðstöðu.
19.09.2017 - 17:57

Svartsýnisspáin ekki svo ýkja slæm

Ferðaþjónustan hefur fest sig í sessi sem ein helsta atvinnugrein Íslendinga, jafnvel þótt hófleg fækkun verði á ferðamönnum. Líklegast er þó að ferðamönnum haldi áfram að fjölga þótt hægja muni á vextinum. Gert er ráð fyrir 2,5 milljónum ferðamanna...
13.09.2017 - 10:54

Óttast skaðleg áhrif hækkunar virðisaukaskatts

Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu getur skaðað greinina og dregið úr tekjum sem hún skilar til samfélagsins til lengri tíma litið. Þetta segir hótelstjóri Hótel Rangár. Samkeppnisumhverfi ferðaþjónustunnar sé erlendur markaður, og því rétt að...
12.09.2017 - 12:57

Virðisaukaskattur á ferðaþjónustu hækkar

Virðisaukaskattur á ferðaþjónustu verður hækkaður á næsta ári, nái frumvarp Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, fram að ganga. Hann segir að komugjald á ferðamenn væri óheppilegt fyrirkomulag.
11.09.2017 - 18:52

Djúpið draumur fyrir sjóstangaveiðimenn

Sjóstangaveiði fyrir vestan hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Tugir báta sigla daglega til veiða. Framkvæmdastjóri sjóstangaveiðifyrirtækis segir Ísafjarðardjúp vera draumi líkast fyrir veiðimenn.
10.09.2017 - 15:49

Óánægja vegna fjölgunar svefnbíla

Bílum með svefnaðstöðu fjölgar hratt á Íslandi og er ýmsum þyrnir í augum. Víða um heim er rætt um að takmarka fjölda þeirra í umferð, t.d. á Nýja-Sjálandi. Frá og með næstu áramótum verður gerð krafa um að í svefn- eða húsbílum sé salerni. Hér...
08.09.2017 - 11:59

Ferðaþjónusta í ósátt við heimamenn

Það heyrast víða áhyggjuraddir á Íslandi að ferðaþjónustan sé að breytast í ok sem ógni lífi almennings. Víðs vegar um Evrópu er helsta ferðafrétt sumarsins mótmæli gegn áþján ferðaþjónustunnar. Það er því víða verið að leita lausna til að njóta...
07.09.2017 - 17:00

Opal dregið til hafnar á Grænlandi

Skonnortan Opal, í eigu Norðursiglingar, bilaði í vondu veðri við Grænland í síðustu viku með tólf manns um borð. Taka þurfti skipið í tog auk þess sem því var siglt undir seglum til hafnar.
06.09.2017 - 17:21

Færri bóka hótel - fleiri með flugi

Færri gistu á hótel Icelandair Group hf. í nýliðnum ágúst miðað við í fyrra. Munar þar fimm prósentum. Fleir flugu hins vegar með Icelandair í ágúst eða 10% fleiri en sama mánuð í fyrra.
06.09.2017 - 17:08

Gönguleiðin bak við Seljalandsfoss opin á ný

Búið er að opna aftur fyrir gangandi umferð aftur fyrir Seljalandsfoss. Gönguleiðinni var lokað á laugardag eftir að sex hundrað kílóa grjóthnullungar hrundu úr berginu við fossinn.
05.09.2017 - 17:58

Gönguleiðin bak við Seljalandsfoss opin á ný

Búið er að opna aftur fyrir gangandi umferð aftur fyrir Seljalandsfoss. Gönguleiðinni var lokað á laugardag eftir að sex hundrað kílóa grjóthnullungar hrundu úr berginu við fossinn.
05.09.2017 - 17:58

Dæmi um að ferðamenn hunsi lokanir lögreglu

Dæmi eru um að ferðamenn hafi ekki virt lokanir lögreglu við Seljandsfoss en gönguleiðinni bak við fossinn hefur verið lokað vegna grjóthruns. Mildi þykir að enginn slasaðist þegar 100 kílóa grjóthnullungar hrundu úr berginu við fossinn í gær.
03.09.2017 - 19:52

Kynnisferðir segja upp starfsfólki

Fyrirtækið Kynnisferðir sagði upp tíu til tuttugu starfsmönnum um mánaðamótin og taka uppsagnir gildi á næstu mánuðum. Mbl.is sagði frá þessu fyrir hádegi. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir við fréttastofu að þótt fyrirtækið...
03.09.2017 - 13:05

Gistinóttum fjölgaði um 2% milli ára

Um 2% fleiri gistinætur seldust á íslenskum hótelum í júlímánuði á þessu ári heldur en í fyrra. Alls seldist gisting í 466.100 nætur á íslenskum hótelum í síðasta mánuði. Rúmur helmingur var á hótelum á höfuðborgarsvæðinu.
31.08.2017 - 13:22