Evrópa

Kosningar byrjaðar í Frakklandi

Fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi er hafin. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Kjósendur eru um 47 milljónir talsins en kjörstaðir um 70.000. Um 50.000 lögreglumenn og 7.000 hermenn hafa það hlutverk að gæta...

Corbyn vill fjölga lögbundnum frídögum um 4

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, heitir því að fjölga almennum, lögbundnum frídögum í Bretlandi um fjóra á ári, veiti kjósendur flokknum brautargengi í kosningunum þann 8. júní næstkomandi. Frídagarnir myndu falla á þá daga, sem...
23.04.2017 - 04:33

Helmingur Breta styður May og Íhaldsflokkinn

Helmingur breskra kjósenda hyggst fylkja sér að baki forsætisráðherranum, Theresu May, og Íhaldsflokknum í þingkosningunum í júní, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem birt verður á morgun. Skoðanakönnunarfyrirtækið ComRes gerði könnunina...
22.04.2017 - 23:20

Lögreglumorðinginn í París nafngreindur

Maðurinn sem banaði einum lögreglumanni og særði tvo á Champs-Élysées breiðgötunni í París hefur verið nafngreindur af yfirvöldum. Hann hét Karim Cheurfi og var margdæmdur ofbeldis- og glæpamaður. Saksóknarinn François Molins upplýsti þetta á...
22.04.2017 - 06:51

Mikill eldsvoði í sænsku Dölunum

Mikill eldsvoði varð í þorpinu Åberga, nærri bænum Orsa í sænsku Dölunum í gærkvöld. Nokkur íbúðarhús, útihús og hlaða brunnu í feikilegu eldhafi og eru meira og minna ónýt eftir. Haft er eftir Johan Szymanski, slökkviliðsstjóra í Mora, að...
22.04.2017 - 04:07

Boðar öfluga öryggisgæslu á kjördag

Bernard Cazeneuve , forsætisráðherra Frakklands, segir stjórnvöld hafa endurskoðað öryggisráðstafanir vegna forsetakosninganna á sunnudag eftir árásina í París í gær. Stjórnvöld séu við öllu búin.
21.04.2017 - 12:12

15 látnir eftir tilræðið í Sankti Pétursborg

Kona lést í morgun af sárum sem hún hlaut í sjálfsvígsárás í jarðlest  í Sankti Pétursborg þriðja þessa mánaðar. Fimmtán eru því látnir eftir tilræðið.
21.04.2017 - 11:50

Dularfullar sprengingar urðu tilefni innrásar

Enn er ótal spurningum ósvarað um sprengjuárásirnar á fjögur fjölbýlishús í rússneskum borgum í september 1999, sem urðu nærri þrjú hundruð manns að bana. Árásirnar voru notaðar til að réttlæta síðari innrás rússneska hersins í Kákasuslýðveldið...
21.04.2017 - 11:22

Le Pen krefst aðgerða

Franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen vill að stjórnvöld í Frakklandi taki upp landamæraeftirlit á ný og að útlendingar, undir eftirliti leyniþjónustustofnana, verði reknir úr landi.
21.04.2017 - 10:21

Frestur til myndunar heimastjórnar lengdur

Breska stjórnin er reiðubúinn til að lengja frest sem gefinn var til myndunar nýrrar heimastjórnar á Norður-Írlandi. Þetta sagði í tilkynningu sem James Brokenshire, ráðherra málefna Norður-Írlands, sendi frá sér í morgun.
21.04.2017 - 09:28

Svaraði ekki spurningum um herflutninga

Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, vildi í morgun ekki svara spurningum fjölmiðla, um fregnir af liðsflutningum Rússa að landamærum Norður-Kóreu.
21.04.2017 - 09:07

Gaf sig fram við lögreglu í Belgíu

Maður sem franska lögreglan leitaði að vegna ábendinga frá yfirvöldum í Belgíu hefur gefið sig fram við belgísku lögregluna. Franska innanríkisráðuneytið greindi frá þessu í morgun og sagði að maðurinn hefði gefið sig fram við lögreglu í Antwerpen.
21.04.2017 - 08:59

Gróðafíkn að baki árásinni á lið Borussia

Lögregla í Þýskalandi handtók einn mann nú í rauðabítið, sem sterklega er grunaður um að bera ábyrgð á misheppnaðri sprengjuárás á rútur knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund fyrr í þessum mánuði. Þykir ljóst að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða...
21.04.2017 - 07:05

Morðinginn áður dæmdur fyrir morðtilræði

Formleg kennsl hafa verið borin á árásarmanninn sem myrti einn lögreglumann og særði tvo til viðbótar í París í gærkvöldi áður enn hann var sjálfur felldur af lögreglu. Hann var handtekinn í febrúar síðastliðnum, grunaður um að leggja á ráðin um...
21.04.2017 - 03:02

Rússar banna „öfgasamtökin“ Votta Jehóva

Trúarhreyfingin Vottar Jehóva telst nú til öfgasamtaka í Rússlandi og starfsemi safnaðarins því ólögleg þar í landi héðan í frá. Þetta er niðurstaða hæstaréttar í Moskvu. Auk þess að banna alla starfsemi Votta Jehóva úrskurðaði hæstaréttardómarinn...
21.04.2017 - 00:23