Evrópa

Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði

Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28

Ekki líklegt að Bretar gangi í EFTA í bráð

Á morgun hefst formleg útganga Breta úr Evrópusambandinu þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virkjar 50. grein Lissabon-sáttamála sambandsins, ákvæði sem leyfir útgöngu sambandsþjóðar. Sir Tim Barrow, erindreki Breta í Brussel, gengur á...
28.03.2017 - 17:11

Sjakalinn fékk enn einn lífstíðardóminn

Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag einn kunnasta hryðjuverkamann heimsins, Sjakalann Carlos, í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás í verslun í París í september 1974. Tveir létu lífið í sprengingunni og 34 særðust. Sannað þótti að Sjakalinn hafi...
28.03.2017 - 14:08

Forsíða Daily Mail fær harða dóma

Forsíða breska dagblaðsins Daily Mail í dag hefur verið fordæmd víða um heim, á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þar er birt mynd af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands. Fyrirsögn...
28.03.2017 - 13:22

Ræða Úkraínudeilu og viðskiptabönn við Lavrov

Guðlaugur Þór Þórðarson og aðrir utanríkisráðherrar á Norðurlöndum ætla að ræða Úkraínudeiluna og viðskiptabönn við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa. Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, lenti í Moskvu í morgun og fundar með Pútín...
28.03.2017 - 12:33

Stórbruni hjá Volvo í Gautaborg

Engan sakaði þegar eldur kom upp í verksmiðju Volvo bílasmiðjanna í Torslanda í Gautaborg í morgun. Eitraðan reyk lagði frá eldinum, svo að vissast þótti að flytja um 150 starfsmenn fyrirtækisins á brott. Tugir slökkviliðsmanna voru sendir á staðinn...
28.03.2017 - 11:14

10 ára sænskur meistaraknapi á íslenskum hesti

Hin tíu ára Tekla Petersson frá Hosaby í Blekingehéraði er sænsku barnanna best í því að sitja íslenskan hest. Hún varð Svíþjóðarmeistari barna á aldrinum 10 - 13 ára síðasta haust. Þá sat hún hest móður sinnar, Mugg, en nú stefnir hún að því að...
28.03.2017 - 03:48

Tyrkir opna kjörstaði í 57 löndum

Kjörstaðir fyrir Tyrki búsetta utan Tyrklands voru opnaðir í 57 löndum í dag. Þeir verða opnir í hálfan mánuð. Enginn kjörstaður verður opnaður hér á landi.
27.03.2017 - 22:21

40 ár frá stærsta flugslysi sögunnar

Fjörutíu ár eru í dag frá mannskæðasta flugslysi sögunnar. 583 létust 27. mars 1977, þegar tvær Boeing-þotur rákust saman á flugvellinum á Tenerife á Kanaríeyjum. Slysið varð til þess að öll samskipti flugstjóra og flugumferðarstjóra voru...
27.03.2017 - 20:14

Hryðjuverkaógn og æðruleysi

Grunnreglan í breskri löggæslu að lögreglumenn séu almennt óvopnaðir og svo möguleikar yfirvalda til að hlera samskiptaforrit er til umræðu eftir hryðjuverkaárásina í London á miðvikudaginn var. En hryðjuverk hafa lengi verið viðvarandi ógn í...

Engin tengsl við hryðjuverkasamtök

Breska lögreglan segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Khalid Masood, sem varð fimm að bana og særði fjörutíu í Lundúnum í síðustu viku, hafi aðhyllst öfgafullar íslamskar trúarskoðanir. Þá hefur ekkert komið í ljós um að hann hafi...
27.03.2017 - 16:23

Fjárfesta í Bretlandi fyrir 5 milljarða punda

Stjórnvöld í Katar ætla að verja fimm milljörðum sterlingspunda til fjárfestinga í Bretlandi næstu fimm árin. Abdullah bin Nasser bin Khalifa al-Thani forsætisráðherra landsins greindi frá þessu í dag. Tilgangurinn er að efla efnahag Breta eftir að...
27.03.2017 - 15:46

Kosið um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um breytingar á stjórnarskrá Tyrklands hófst í dag. Þrjár milljónir Tyrkja sem búsettir eru í sex Evrópulöndum geta greitt atkvæði um þær. Um það bil helmingur þeirra býr í Þýskalandi. Tilgangurinn með breytingunum er...
27.03.2017 - 15:14

Navalny dæmdur í fangelsi

Stjórnarandstæðingur Alexei Navalny fékk fimmtán daga fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt mótmæli í Rússlandi í gær. Að minnsta kosti 500 voru handtekin í mótmælunum sem eru ein þau fjölmennustu í Rússlandi um árabil. Rússar segja mótmælin ólögleg...
27.03.2017 - 12:53