Evrópa

Björguðu 5.000 flóttamönnum á tveimur dögum

Björgunarskip á Miðjarðarhafi komu fimm þúsund flóttamönnum til aðstoðar á tveimur sólarhringum. Líbíumenn telja sig þurfa að vopna áhafnir á björgunarskipum sínum.
21.05.2017 - 15:57

Dómsdagshvelfingin lekur

Leki hefur komið að frægeymslunni á Spitsbergen við Svalbarða þar sem hátt í milljón plöntutegundir frá öllum heimshornum eru varðveittar. Hvelfingin, sem átti að standast allar hugsanlegar hamfarir, er fórnarlamb loftslagsbreytinga af mannavöldum.
21.05.2017 - 14:16

Gera sígarettupakkana eins ljóta og hægt

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi stefna að því að gera tóbaksreykingar eins óspennandi og hægt er. Héðan í frá má einungis selja sígarettur í mosagrænum pökkum. Viðvörun um hætturnar af reykingum eiga að ná yfir allt að tveimur þriðjuhlutum umbúða.
20.05.2017 - 20:00

Systir verðandi Englandsdrottningar giftir sig

Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju af Cambridge, giftist fjármálamanninum James Matthew í dag að viðstöddu fyrirmenni í kirkju heilags Markúsar í Englefield í Berkshire í Englandi.
20.05.2017 - 15:47

Tólf og fjórtán ára með í líkamsárás

Sex eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir grófa líkamsárás í nótt framan við Kristjánsborgarhöll í miðborginni. Tveir brotamannanna eru undir lögaldri, tólf og fjórtán ára. Sexmenningarnir réðust að pari sem þar var á ferð. Þegar maðurinn...
20.05.2017 - 10:16

Ítalir lögfesta bólusetningarskyldu barna

Stjórnvöld á Ítalíu hafa lögfest skyldubólusetningu barna gegn tólf sjúkdómum, þar á meðal mislingum, hettusótt og lömunarveiki. Foreldrar sem ekki láta bólusetja börn sín mega búast við sektum. Paolo Gentolini, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti...
20.05.2017 - 04:16

Assange hyggst sækja um hæli í Frakklandi

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hyggst leita hælis í Frakklandi, nú þegar sænsk lögregluyfirvöld hafa hætt rannsókn á máli hans og fellt niður handtökuskipun á hendur honum þar sem sakargiftirnar séu fyrndar. Lögfræðingar Assange greindu frá...
20.05.2017 - 01:48

Vill að Bretar veiti Julian Assange hæli

Guillaume Long, utanríkisráðherra Ekvadors, segir að Bretar verði að skjóta skjólshúsi yfir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, þegar hann fær að fara frjáls ferða sinna. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í Lundúnum síðastliðin fimm ár....
19.05.2017 - 14:00

Svíar hættir að rannsaka Julian Assange

Ákæruvaldið í Svíþjóð er hætt að rannsaka ásakakanir á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, um að hann hafi nauðgað konu þar í landi fyrir sjö árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Marianne Ny, ríkissaksóknari í Stokkhólmi sendi frá sér í...
19.05.2017 - 10:06

Leyniáætlun um viðbrögð við sigri Le Pen

Sigur Marine Le Pen í frönsku forsetakosningunum hefði leitt til þess að leynileg viðbragðsáætlun sem ætlað var að „tryggja friðinn“ í landinu hefði verið hrundið í framkvæmd. Franskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Áætlunin var aldrei fest á...

Grikkir skera enn niður í velferðarkerfinu

Gríska þingið samþykkti í kvöld enn frekari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum til að uppfylla skilyrði lánardrottna gríska ríkisins fyrir framlengingu lána og niðurfellingu hluta þeirra. Til að mæta kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og...
19.05.2017 - 01:27

Dauðadæmdum Norðmanni sleppt í Kongó

Norðmaðurinn Joshua French, sem dæmdur var til dauða árið 2014 í Kongó, hefur verið sleppt úr haldi og er hann kominn heim til Noregs. French var handtekinn 2009 í Kongó ásamt öðrum Norðmanni eftir að bílstjóri þeirra fannst látinn, skotinn til bana...
17.05.2017 - 21:42

Mikilvægt skref fyrir Vestnorræna ráðið

Vestnorræna ráðið hefur fengið áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu, sem er mikilvægt skref að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, fyrrverandi formanns Vestnorræna ráðsins. Hlýnun loftslags veldur örum breytingum og hvergi meira en á norðurslóðum. Unnur...

200 flóttamenn flýðu eldsvoða í næsta húsi

Um 200 manns þurftu að yfirgefa flóttamannaheimili í Växjö í Svíþjóð í nótt vegna mikils eldsvoða í skrifstofu- og samkomuhúsi á vegum sveitarfélagsins. Tilkynnt var um brunann laust eftir miðnætti að staðartíma. Húsið, sem var úr timbri, var alelda...
17.05.2017 - 05:35

Árás á heimasíðu Úkraínuforseta

Opinber vefsíða úkraínska forsetaembættisins var skotmark rússneskra tölvuþrjóta, að sögn stjórnvalda í Kænugarði, sem fullyrða að árás tölvuþrjótanna hafi verið vandlega skipulögð. Í tilkynningu stjórnvalda segir að árásin hafi að öllum líkindum...
17.05.2017 - 03:35