Evrópa

Loftvarnir gegn drónum í fangelsum

Fangelsisyfirvöld á Guernsey ætla að koma upp kerfi til að sporna gegn því að drónar verði notaðir til að smygla farsímum, eiturlyfjum og vopnum inn í fangelsið. Kerfið á að finna dróna sem flogið er inn yfir fangelsi og trufla samskipti drónans við...
16.05.2017 - 23:12

Reikigjöld í Evrópu heyra brátt sögunni til

Háir símareikningar eftir ferðalög til útlanda munu að öllum líkindum heyra sögunni til frá 15. júní næstkomandi, í það minnsta á ferðalögum innan Evrópu. Þá tekur gildi reglugerð Evrópusambandsins sem kveður á um að neytendur greiði sama gjald...
16.05.2017 - 14:50

Óveðurstjónum fjölgar vegna loftslagsbreytinga

Óveðurstjón eykst stórlega í Bretlandi vegna loftslagsbreytinga. Hækki lofthiti um eina og hálfa gráðu eykst tjón vegna óveðurs um allt að 50 prósent á stórum svæðum. Í nýrri skýrslu sem unnin er upp úr gögnum bresku veðurstofunnar kemur fram að...
16.05.2017 - 11:36

Danmörk: Sakfelld fyrir áform um hryðjuverk

Dómstóll í Holbæk í Danmörku sakfelldi í dag sautján ára stúlku fyrir áform um að vinna hryðjuverk í tveimur skólum, öðrum í Kaupmannahöfn, hinum í bænum Farevejle.
16.05.2017 - 10:17

Lítt þekktur þingmaður í stól forsætisráðherra

Emmanuel Macron, sem tók í gær við embætti forseta Frakklands, kynnti í dag til leiks nýjan forsætisráðherra landsins. Sá er lítt þekktur þingmaður úr Lýðræðisflokknum, Edouard Philippe að nafni. Hinn nýi forsætisráðherra er 46 ára að aldri, frá...
15.05.2017 - 13:34

Hundruð tölva sýktar í Danmörku

Að minnsta kosti þrjú hundruð tölvur í Danmörku eru smitaðar af veirunni sem dreifði sér um heimsbyggðina um nýliðna helgi. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur þetta eftir öryggissérfræðingi hjá tölvufyrirtækinu CSIS. Að hans sögn hafa bæði...
15.05.2017 - 09:49

Jákvæð úrslit fyrir Merkel

Kristilegir demókratar, CDU, flokkur Angelu Merkel kanslara Þýskalands, vann mikinn kosningasigur í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta sambandsríki Þýskalands. CDU felldi Jafnaðarmannaflokkinn, SPD, af stalli sínum sem stærsti flokkur þess, hlaut...
15.05.2017 - 05:34

Skruddan sem slapp úr greipum nasista

Dýrmætasti gripur þjóðminjasafns Bosníu í Sarajevo lætur ekki mikið yfir sér, en líklega eiga fáar bækur sér eins spennuþrungna sögu. Þessi smágerða geitarskinnsskrudda, þvæld og útötuð í vínslettum, hefur meðal annars staðið af sér gyðingaofsóknir...
14.05.2017 - 14:14

Tveir létust í lestarslysi í Grikklandi

Tveir létust og sjö slösuðust alvarlega þegar lest á leið frá Aþenu fór út af sporinu og ók inn í hús um 40 kílómetra frá borginni Þessalóniku í Norður- Grikklandi síðdegis í dag. Lestarstjórinn mun vera í bráðri lífshættu. Ungur maður sem bjó í...
13.05.2017 - 23:28

Fjórir féllu í sprengjuárás í Úkraínu

Aðeins nokkrum klukkustundum áður en Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva byrjaði í Kænugarði féllu fjórir óbreyttir borgarar þegar sprengja lenti á íbúðarhúsi í bænum Avdiivka, skammt norður af borginni Donetsk, sem er höfuðvígi aðskilnaðarsinna...
13.05.2017 - 22:54

Börn tekin í dýrlingatölu

Hálf milljón messugesta komu til að fylgjast með Frans páfa þegar hann tók tvö börn, hin blessuðu Francisko Marto og Jacintu Marto, í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar í Portúgal í dag. Hundrað ár eru í dag síðan þrjú börn, sem gættu fjár, sögðu að...
13.05.2017 - 14:27

Sagan á bak við umdeilt sigurlag Úkraínu

Sigurlag Úkraínumanna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra, 1944 með söngkonunni Jamölu, var umdeilt. Rússar sögðu lagið pólitískan áróður, en það fjallar um það þegar sovésk stjórnvöld létu flytja nær alla krímtatörsku þjóðina nauðuga...
13.05.2017 - 12:50

Mauno Koivisto látinn

Mauno Koivisto, fyrrverandi forseti Finnlands lést á sjúkrahúsi í Helsinki í gærkvöld . 93 ára að aldri. Koivisto varð forseti 1982 og tók við af Urho Kekkonen. Koivisto var forseti til 1994 og á meðan hann sat á forsetastóli breyttist margt í...
13.05.2017 - 10:49

Vilja þjóðnýta járnbrautir og póstþjónustu

Raforkuframleiðsla og sala í Bretlandi verður þjóðnýtt að nýju, einnig bresku járnbrautirnar og póstþjónustan, samkvæmt nýrri stefnuskrá breska Verkmannaflokksins. 
11.05.2017 - 23:26

Skutu mann í grennd við skóla í Gautaborg

Sænska lögreglan leitar þriggja manna sem skutu mann um níuleytið í morgun að staðartíma, þar sem hann sat í bíl skammt frá skóla í Gautaborg. Fjöldi barna varð vitni að ódæðinu. Tveir menn með grímur skutu manninn. Sá þriðji sat undir stýri á bíl...
11.05.2017 - 10:32