Evrópa

Var grunaður um að ætla að fella lögreglumenn

Maðurinn sem skaut einn lögreglumann til bana og særði tvo til viðbótar á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld hafði verið undir eftirliti hryðjuverkadeildar lögreglu vegna gruns um að hann áformaði að verða lögreglumönnum að bana....
20.04.2017 - 22:24

Snjór á meginlandi Evrópu

Það fundu fleiri fyrir páskahreti en Íslendingar. Á meginlandi Evrópu hefur snjóað víða og þessi óvenjulegi vorkuldi sunnarlega í álfunni hefur þegar valdið ýmsum búsifjum.
20.04.2017 - 20:59

Flugbíll væntanlegur á markað

Fljúgandi bílar eru ekki lengur eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum. Fyrsti flugbíllinn verður kynntur til sögunnar á morgun og til stendur að setja hann á markað á þessu ári.
20.04.2017 - 20:52

Lögreglumaður skotinn til bana í París

Lögreglumaður var skotinn til bana og félagi hans særður á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld. Að sögn franska innanríkisráðuneytisins var árásarmaðurinn felldur.
20.04.2017 - 19:40

Skiptust á skotum á Amager

Nokkrum skotum var hleypt af á Amager í Kaupmannahöfn síðdegis í dag. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir lögreglunni að tveimur glæpagengjum hafi lent saman. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan hefur eftir vitnum að...
20.04.2017 - 18:37

Vannærð börn og ungmenni í Hvíta-Rússlandi

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa fyrirskipað rannsókn á ástæðum þess að börnum og ungmennum hefur verið haldið vannærðum árum saman á heimilum fyrir munaðarlausa. Svipað mál kom upp í Rúmeníu á tíunda áratug síðusta aldar og þótti mikið hneyksli.
20.04.2017 - 18:03

Lyf gegn flogum og geðhvörfum veldur vansköpun

Lyf sem gefin voru barnshafandi konum við flogaveiki og geðhvörfum ollu því að rúmlega fjögur þúsund börn í Frakklandi fæddust vansköpuð. Þetta eru niðurstöður nýrrar franskrar könnunar.
20.04.2017 - 18:01

Nýtt útboð Færeyinga vegna olíuleitar

Stjórnvöld í Færeyjum tilkynntu í gær að þau myndu hefja nýtt útboð á leyfum til olíuleitar í næsta mánuði. Þetta er fyrsta útboðið frá árinu 2008 en það fjórða frá árinu 2000. Niels Christian Nolsøe, framkvæmdastjóri Jarðfræðistofnunar Færeyja,...
20.04.2017 - 13:16

Öngþveiti í Austurríki vegna snjóa - myndskeið

Lögregla og slökkvilið hafði í nógu að snúast víða í Austurríki í dag þegar snjó tók að kyngja niður. Þungfært varð jafnt í þéttbýli og á vegum úti. Aðalþjóðvegurinn, A1, lokaðist í dag og aftur í kvöld í grennd við Vínarborg.
19.04.2017 - 23:59

17 ára stúlka sver af sér áform um hryðjuverk

Réttarhöld hófust í dag yfir sautján ára gamalli stúlku sem sökuð er um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í tveimur grunnskólum í Danmörku. Stúlkan neitar sök og segist eingöngu hafa sett sig í samband við liðsmenn Íslamska ríkisins því það hafi...
19.04.2017 - 18:21

Brexit-viðræður hefjast eftir kosningar

Viðræður um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu hefjast ekki fyrir alvöru fyrr en eftir kosningar í Bretlandi í sumar samkvæmt fréttum frá Brussel. Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að flýta þingkosningum verður tekin fyrir í neðri...
19.04.2017 - 11:50

Flutningaskip sökk á Svartahafi

Flutningaskip með 12 manna áhöfn sökk á Svartahafi í nótt, undan strönd Rússlands. Einum skipverja hefur verið bjargað. Vont veður hefur hins vegar torveldað leit.
19.04.2017 - 08:33

Breska þingið: Kosið um kosningar í dag

Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi, verður tekin fyrir í neðri deild breska þingsins síðdegis í dag. Tveir þriðju hlutar þingheims þurfa að samþykkja tillöguna svo hún nái...
19.04.2017 - 05:14

Forsætisráðherra Spánar fyrir rétt sem vitni

Dómstóll á Spáni hefur boðað Mariano Rajoy forsætisráðherra sem vitni í umfangsmiklu spillingarmáli, svonefndum Grutel-réttarhöldum. Fréttastofan AFP segir málið snúast um mútugreiðslur fyrirtækja til embættismanna og þingmanna Lýðflokksins, flokks...
18.04.2017 - 19:22

Hlutabréf lækkuðu í Bretlandi og gengi hækkaði

Hlutabréf lækkuðu í verði í Bretlandi í dag. FTSE 100 hlutabréfavísitalan breska lækkaði um 2,46 prósent og stóð í 7.147,50 punktum við lok viðskipta síðdegis. Verðbréfamiðlarar telja að dýfuna megi rekja til þess að Theresa May forsætisráðherra...
18.04.2017 - 18:24