Evrópa

Danski pósturinn í djúpum vanda

Halli á rekstri danska póstsins eykst verulega samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Mjög róttækra aðgerða er þörf til að koma rekstrinum á réttan kjöl og forráðamenn póstsins hafa farið fram á 40 milljarða íslenskra króna til að ráðast í...
22.07.2017 - 12:51

Grikkir farnir að sjá ljósið

Grikkir eru farnir að sjá ljós eftir tímabil mikils niðurskurðar. Þetta sagði Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins, í útvarpsviðtali í morgun.
24.07.2017 - 10:49

Tjón í vatnavöxtum í Sogn og Firðafylki

Mikið tjón hefur orðið í vatnavöxtum í Norðurfirði í Sogn og Firðafylki í Noregi. Þar hefur verið úrhelli síðan í gærkvöld.
24.07.2017 - 10:16

Pólland: Forseti beitir neitunarvaldi

Andrzej Duda, forseti Póllands, ætlar að beita neitunarvaldi gegn lagafrumvörpum sem miða að breytingum á dómskerfi landsins. Hann sagðist í yfirlýsingu í morgun ætla að senda þau aftur til neðri deildar þingsins til umfjöllunar.
24.07.2017 - 09:01

Olíuráðherrar funda í Rússlandi

Ráðherrar og embættismenn nokkurra ríkja innan og utan OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, sitja nú á fundi í Sankti Pétursborg í Rússlandi til að ræða leiðir til að takmarka olíuframleiðslu Nígeríu og Líbíu.
24.07.2017 - 08:43

Þýskir ráðamenn gagnrýna Erdogan

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sé að stefna í hættu aldalöngum samskiptum milli ríkjanna með framgöngu sinni og framkomu. 
24.07.2017 - 08:06
Erlent · Asía · Evrópa

Læknar vilja áfengisgjald á Englandi

Breskir læknar krefjast þess að áfengisgjald verði tekið upp í landinu til að berjast gegn lifrarsjúkdómum. Guardian greinir frá þessu. Talið er að áfengisneysla eigi eftir að leiða til nærri 63 þúsund dauðsfalla á Englandi næstu fimm ár verði...
24.07.2017 - 03:39

Skógarbirnir hrella franska bændur

Franskir bændur við Pýreneafjöll eru æfir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að flytja skógarbirni nærri búsvæðum sínum. Yfir 200 ær hröpuðu til bana þegar þær hlupu fyrir björg af ótta við slíka skepnu um síðustu helgi.
24.07.2017 - 02:59

Spænska stjórnin hótar Katalónum

Spænsk stjórnvöld hóta því að loka á greiðslur til Katalóníu, nema yfirvöldum í héraðinu takist að sanna að ríkisfé sé ekki notað til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins.
23.07.2017 - 07:53

Sögulega rýr uppskera á vínekrum Frakklands

Vínunnendur mega búast við því að 2017 árgangur franskra vína verði fremur rýr. Snarpt kuldakast í vor varð til þess að uppskera vínberjabænda er sögulega lág, að sögn landbúnaðarráðuneyti Frakklands.
23.07.2017 - 06:50

Fylgdarlaus börn hverfa í Bretlandi

Ekkert er vitað um afdrif yfir eitt hundrað fylgdarlausra flóttabarna sem komu ólöglega til Bretlands undanfarið ár. Smyglarar fluttu börnin til Bretlands frá Calais í Frakklandi. 
23.07.2017 - 02:06

Vinsældir Macron minnka

Vinsældum franska forsetans Emmanuels Macrons hrakaði um tíu prósentustig á milli mánaða, ef marka má könnun Ifop sem birt verður í frönskum fjölmiðlum í fyrramálið. Yfir helmingur Frakka styður þó forsetann, eða um 54 prósent.
23.07.2017 - 00:28

Enn er tekist á um örlög Charlie Gard

Foreldrar Charlie Gard, 11 mánaða bresks drengs sem er í dái og getur ekki andað, borðað eða hreyft sig sjálfur, berjast enn fyrir því að fá að fara með son sinn til Bandaríkjanna í tilraunameðferð. Bandarískur taugasérfræðingur segir engar...
22.07.2017 - 13:41

Faðir grunaður um morðin í Gautaborg

Dómstóll í Gautaborg hefur úrskurðað mann á sextugsaldri í gæsluvarðhald, Maðurinn er grunaður um að hafa myrt konu sína og þrjú börn þeirra í Angered, úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Þau fundust í íbúð þar á fimmtudagsmorgun.
22.07.2017 - 12:20

Umdeild lög samþykkt í Póllandi

Efri deild pólska þingsins samþykkti umdeild lög varðandi umbætur á hæstarétti landsins seint í gærkvöld. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Skrifi forsetinn undir lögin verða dómarar við hæstarétt skipaðir af stjórnvöldum.
22.07.2017 - 05:46