Evrópa

Danir opna sendiráð í Kísildal

Nýr sendiherra var ráðinn til starfa af danska utanríkisráðuneytinu á föstudag. Casper Klynge verður tæknisendiherra Danmerkur með aðsetur í Kísildal í Kaliforníu. Danmörk verður þar með fyrsta ríkið til að vera með sérstakan sendiherra í slíkri...
28.05.2017 - 07:50

Vonast til að fljúga frá Lundúnum á morgun

Breska flugfélagið British Airways vonast til þess að geta flogið vélum sínum frá Lundúnum á morgun. Öllum flugum félagsins frá Gatwick og Heathrow var aflýst í dag vegna bilunar í tölvukerfi. Að sögn breska ríkisútvarpsins stefnir flugfélagið að...
28.05.2017 - 01:55

Ungir menn handteknir í Manchester í morgun

Tveir ungir karlmenn voru handteknir í Manchester snemma í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á hryðjuverkaárásinni við Manchester Arena á mánudagskvöld. Mennirnir eru 22 og 20 ára gamlir og eru grunaðir um aðild að árásinni að sögn...
27.05.2017 - 06:53

Tugir handteknir í Árósum í gær

Lögregla var kölluð til í vesturbæ Árósa í gær vegna mikilla óláta. Alls voru 57 handteknir vegna ýmissa brota, segir á vef danska ríkisútvarpsins, DR.  DR hefur eftir Brian Foss Olsen, varðstjóra lögreglunnar á Austur-Jótlandi, að í fyrstu hafi...
27.05.2017 - 03:42

Fótboltabullur handteknar í Kaupmannahöfn

14 eru í haldi lögreglu eftir bikarúrslitaleik FC Kaupmannahafnar og Bröndby í Kaupmannahöfn í dag. Óeirðir brutust út eftir leikinn og hefur danska ríkisútvarpið eftir lögreglu að um 20 lögregluþjónar hafi slasast við að hlutum var grýtt í þá....
25.05.2017 - 22:45

Lúkas Papademos særðist í sprengingu

Lúkas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, og bílstjóri hans særðust á fótum þegar sprenging varð í bíl hans í Aþenu í dag. Ekki er vitað með vissu hvað olli henni, en hugsanlegt er talið að sprengju hafi verið komið fyrir í bílnum,...
25.05.2017 - 16:41

Trump fyrirskipar rannsókn á upplýsingaleka

Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði í dag dómsmálaráðuneytinu í Washington og fleiri stofnunum vestranhafs að rannsaka ítarlega með hvaða hætti upplýsingar bárust fjölmiðlum um rannsókn á hryðjuverkinu í Manchester á mánudagskvöld.
25.05.2017 - 15:54

Horfð' ei reiður um öxl, söng mannfjöldinn

Gamall slagari hljómsveitarinnar Oasis frá Manchester, Don‘t Look Back In Anger eða Horfð' ei reiður um öxl, öðlaðist nýtt líf í dag þegar fjöldi fólks tók að syngja hann á torgi heilagrar Önnu í borginni eftir að hafa vottað þeim virðingu með...
25.05.2017 - 14:29

Sprengjugabb í skóla í Manchester

Sprengjusveit breska hersins var í dag kölluð að framhaldsskóla í Hulme eða Hólma á Manchestersvæðinu. Nokkrum götum var lokað meðan ástandið var kannað nánar. Í ljós kom að pakki sem þótti grunsamlegur reyndist ekki innihalda sprengju og var umferð...
25.05.2017 - 10:27

Slíta samstarfi við bandarísk yfirvöld

Breska lögreglan er hætt að veita bandarískum lögreglustofnunum upplýsingar vegna rannsóknarinnar á hryðjuverkaárásinni í Manchester á mánudagskvöld. Ákvörðunin er tekin vegna ítrekaðra leka til bandarískra fjölmiðla. Fréttastofa breska...
25.05.2017 - 08:17

Tveir til viðbótar handteknir í Manchester

Tveir karlmenn voru handteknir í Manchester í nótt vegna gruns um aðild að hryðjuverkaárásinni í borginni á mánudagskvöld. Konu, sem handtekin var í gær, var jafnframt sleppt úr haldi. 22 létust í árásinni og 64 særðust. Alls eru átta í varðhaldi í...
25.05.2017 - 07:13

Filmubútur af Wallenberg fundinn

Einstakur filmubútur af sænsku stríðshetjunni Raoul Wallenberg hefur fundist í myndasafni sænska sjónvarpsins.
24.05.2017 - 18:57

Faðir og bræður ódæðismanns handteknir

Rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverki í Manchester á mánudagskvöld hefur leitt í ljós að hópur manna stóð að árásinni. Fimm hafa verið handteknir. Einnar mínútu þögn verður í Bretlandi í fyrramálið til að minnast þeirra sem létu lífið.
24.05.2017 - 17:52

Húsleit í miðborg Manchester

Grímuklæddir lögreglumenn með alvæpni réðust síðdegis inn í íbúð í miðborg Manchester á Englandi, líkast til í leit að samstarfsmönnum Salmans Abedis sem varð tuttugu og tveimur að bana í borginni á mánudagskvöld. Að sögn fréttamanns norska...
24.05.2017 - 13:33

Hæstiréttur Spánar staðfestir dóm yfir Messi

Hæstiréttur á Spáni staðfesti í dag dóm yfir knattspyrnukappanum Lionel Messi fyrir skattsvik. Hann fær 21 mánaðar fangelsisdóm og þarf að greiða tvær milljónir evra í sekt. Að sögn fjölmiðla á Spáni þykir líklegt að fangelsisdómurinn verði...
24.05.2017 - 12:03