Evrópa

Sprengjuárás á pólska ræðismannsskrifstofu

Nokkrar skemmdir urðu á húsi aðalræðismanns Póllands í borginni Lutsk í Úkraínu þegar sprengjum var varpað á það í nótt. Svo virðist sem sprengjuvarpa hafi verið notuð til árásarinnar, þar sem mestu skemmdirnar urðu á fjórðu hæð hússins.
29.03.2017 - 15:08

Úrsögn Breta sársaukafull

Úrsögn úr Evrópusambandinu verður Bretum sársaukafull. Þetta sagði Francois Hollande, forseti Frakklands, í dag. Forsetinn ræddi við fréttamenn í Indónesíu skömmu eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í bréfi að úrsagnarferlið...
29.03.2017 - 14:55

Óttast um 146 flóttamenn

Óttast er að 146 flóttamenn hafi drukknað þegar báti þeirra hvolfdi nokkrum klukkustundum eftir að hann lét úr höfn í Líbíu fyrr í þessari viku. Að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna komst ungur maður frá Gambíu lífs af. Hann greindi frá...
29.03.2017 - 13:38

Dylan tekur við Nóbelsverðlaununum um helgina

Bob Dylan tekur við Nóbelsverðlaununum í bókmenntum við athöfn í Stokkhólmi um næstu helgi. Sara Danius, framkvæmdastjóri Nóbelsakademíunnar, greindi frá þessu í dag.
29.03.2017 - 10:52

Valls lýsir yfir stuðningi við Macron

Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, lýsti í morgun yfir stuðningi við forsetaframboð miðjumannsins Emmanuels Macrons. Valls sagðist í sjónvarpsviðtali ætla að kjósa Macron því hann vildi ekki að franska lýðveldinu yrði stefnt í...
29.03.2017 - 10:48

May skrifar undir útgöngu Breta

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirritaði bréf í gærkvöld sem markar upphaf útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bréfið verður afhent Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, í dag. Þar með reynir í fyrsta sinn á fimmtugustu grein Lissabon-...
29.03.2017 - 03:52

Skoska þingið samþykkir þjóðaratkvæðagreiðslu

Skoska þingið samþykkti í dag að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, fengi að leggja fram formlega beiðni til bresku ríkisstjórnarinnar um að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
28.03.2017 - 21:38

Rannsaka fullyrðingar um njósnir Tyrkja

Saksóknarar í Þýskalandi ætla að rannsaka fullyrðingar um að tyrkneskir njósnarar hafi fylgst með fólki sem grunað er um stuðning við múslimaklerkinn Fetullah Gülen þar í landi. Búast má við að samskipti ráðamanna þjóðanna versni enn frekar við...
28.03.2017 - 16:50

Skoska þingið styður kröfu um þjóðaratkvæði

Skoska þingið samþykkti í dag með 69 atkvæðum gegn 59 að heimila Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra heimastjórnarinnar, að fara formlega fram á að breska stjórnin heimili að Skotar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.
28.03.2017 - 16:28

Ekki líklegt að Bretar gangi í EFTA í bráð

Á morgun hefst formleg útganga Breta úr Evrópusambandinu þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, virkjar 50. grein Lissabon-sáttamála sambandsins, ákvæði sem leyfir útgöngu sambandsþjóðar. Sir Tim Barrow, erindreki Breta í Brussel, gengur á...
28.03.2017 - 17:11

Sjakalinn fékk enn einn lífstíðardóminn

Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag einn kunnasta hryðjuverkamann heimsins, Sjakalann Carlos, í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás í verslun í París í september 1974. Tveir létu lífið í sprengingunni og 34 særðust. Sannað þótti að Sjakalinn hafi...
28.03.2017 - 14:08

Forsíða Daily Mail fær harða dóma

Forsíða breska dagblaðsins Daily Mail í dag hefur verið fordæmd víða um heim, á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þar er birt mynd af Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands. Fyrirsögn...
28.03.2017 - 13:22

Ræða Úkraínudeilu og viðskiptabönn við Lavrov

Guðlaugur Þór Þórðarson og aðrir utanríkisráðherrar á Norðurlöndum ætla að ræða Úkraínudeiluna og viðskiptabönn við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa. Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, lenti í Moskvu í morgun og fundar með Pútín...
28.03.2017 - 12:33

Stórbruni hjá Volvo í Gautaborg

Engan sakaði þegar eldur kom upp í verksmiðju Volvo bílasmiðjanna í Torslanda í Gautaborg í morgun. Eitraðan reyk lagði frá eldinum, svo að vissast þótti að flytja um 150 starfsmenn fyrirtækisins á brott. Tugir slökkviliðsmanna voru sendir á staðinn...
28.03.2017 - 11:14

10 ára sænskur meistaraknapi á íslenskum hesti

Hin tíu ára Tekla Petersson frá Hosaby í Blekingehéraði er sænsku barnanna best í því að sitja íslenskan hest. Hún varð Svíþjóðarmeistari barna á aldrinum 10 - 13 ára síðasta haust. Þá sat hún hest móður sinnar, Mugg, en nú stefnir hún að því að...
28.03.2017 - 03:48