Erlent

44 prósent þekkja fórnarlamb skotárásar

44 prósent Bandaríkjamanna segjast þekkja manneskju sem orðið hafi fyrir byssuskoti, viljandi eða fyrir slysni. Byssueigendur voru fleiri í þessum hópi en þeir sem ekki áttu skotvopn; 51 prósent á móti 40 prósentum þeirra sem eiga ekki skotvopn.
25.06.2017 - 12:35

Milljarður yfir sextugu á næsta ári

Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að mannkynið telji átta milljarða árið 2023. Á næsta ári er þar að auki útlit fyrir að milljarður jarðarbúa verði yfir sextugu. Fólksfjölgunin verður mest í Afríku sunnan Sahara - ríflega helmingur þeirrar fjölgunar sem...
25.06.2017 - 11:09

Lögreglumaður skaut svartan samstarfsmann sinn

Svartur lögreglumaður á frívakt í borginni St Louis í Bandaríkjunum særðist þegar hann var skotinn af samstarfsmanni sínum. Lögmaður hans segir kynþátt hafa haft áhrif og að samstarfsmaður lögreglumannsins sem var skotinn hafi ekki þekkt hann í sjón.
25.06.2017 - 08:52

123 látnir vegna olíubruna í Pakistan

Að minnsta kosti 123 manns létu líf sitt í borginni Bahawalpur í Pakistan í nótt þegar kviknaði í vörubíl sem flutti olíu. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir þarlendum yfirvöldum. Tugir manns slösuðust við eldinn og eru nú á spítala. Slökkviliðið í...
25.06.2017 - 06:33

Stríðið um internetið tapað?

Þegar internetið varð til var hugsjónin falleg og jafnræði réði ríkjum. Núna er öldin önnur og síaukin miðstýring tröllríður netheimum, þar sem vald er fært úr höndum notandans til stórfyrirtækja. Þetta er sá tónn sem Peter Sunde, stofnandi hinnar...
25.06.2017 - 06:30

Hættan afstaðin á Grænlandi

Ekki er hætta á því að framhald verði á berghlaupinu sem olli nýverið bæði jarðskjálfta og flóðbylgju í grennd við Uummannaq á Grænlandi. Þetta er samkvæmt nýjum útreikningum sem danska ríkisútvarpið, DR, segir frá. Áhættan á því að aftur yrði...
25.06.2017 - 05:33

Depp biðst afsökunar fyrir að hóta Trump

Johnny Depp baðst nýverið afsökunar fyrir að hóta Donald Trump Bandaríkjaforseta lífláti. Hann hafi gert það í gríni en það hafi verið smekklaust og komið illa út. Þetta hefur BBC eftir honum eftir samtal hans við People Magazine. „Ég er ekki að...
25.06.2017 - 04:53

Óöruggt ástand í Árósum

Til vopnaðra átaka kom í Árósum í gær þegar skotvopnum var beitt í vesturhluta borgarinnar. Átök milli glæpagengja hafa stigmagnast í Árósum að undanförnu og telja lögregluyfirvöld að um slík átök hafi verið að ræða. Þau vildu hinsvegar ekki fara út...
25.06.2017 - 04:20

Kínverjar gefa Berlínarbúum pandabirni

Tvær risapöndur lentu heilar á húfi í Berlín í gær, ásamt kínverskum sérfræðingum um pöndur og um það bil tonni af bambus. Borgarstjóri Berlínar, sendiherra Kína í Þýskalandi og fjöldinn allur af fréttafólki beið í eftirvæntingu eftir pöndunum, sem...
25.06.2017 - 03:38
Erlent · Berlín · Kína

Sprengdu tvo sýrlenska skriðdreka

Ísraelski herinn stóð fyrir loftárásum í Sýrlandi í dag, laugardag. Árásirnar beindust að hernaðarskotmörkum við sýrlensku landamærin, nálægt Gólanhæðum, sem her­numd­ar eru af Ísra­els­her. Meira en tíu eldflaugum var nýlega skotið á Gólanhæðir frá...
25.06.2017 - 02:43

„Átrúnaður“ á Edward Snowden fjölgar lekum

Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segir að stemma þurfi stigu við upplýsingalekum á leynilegum gögnum til almennings. Hann kennir átrúnaði á uppljóstraranum Edward Snowden um aukna tíðni upplýsingaleka. Guardian greinir frá...
25.06.2017 - 00:27

Sakar Obama um aðgerðarleysi vegna Rússa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakar forvera sinn, Barack Obama, um aðgerðarleysi vegna meintra afskipta Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Trump segir að Obama vissi vel af afskiptunum en hafi ekki gert neitt í þeim. Hann segir...
24.06.2017 - 23:25

Katarar hafna kröfum grannríkja

Utanríkisráðuneyti Katar hafnar þeim skilyrðum sem grannríkin fjögur, sem slitið hafa samskiptum við Katar, settu við því að refsiaðgerðum yrði aflétt. Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Barein, Egyptaland og fleiri slitu samskiptum við...
24.06.2017 - 22:27

Schwarzenegger og Macron hnýta í Trump

Bandaríski kvikmyndaleikarinn og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, birti í dag myndskeið á Twitter síðu sinni þar sem hann sést með Emmanuel Macron forseta Frakkands. Í myndskeiðinu segjast þeir berjast fyrir því að gera...
24.06.2017 - 17:13

Fimm grunaðir sjálfsvígsárásarmenn handteknir

Tyrkneska lögreglan handtók fimm menn nærri landamærunum að Sýrlandi í dag. AFP fréttastofan segir að mennirnir séu grunaðir um að hafa ætlað að fremja sjálfsvígsárás. Tveir af mönnunum hafi verið með virk sprengjubelti um sig miðja og voru þeir...
24.06.2017 - 16:17