Erlent

Bræðrum bjargað á Ischa

Þremur ungum bræðrum var bjargað úr rústum heimilis síns á eynni Ischa, skammt frá Napólí, í nótt og í morgun. Tveir létust í jarðskjálfta sem reið yfir eyna í gærkvöld og tugir slösuðust.
22.08.2017 - 12:10

Enn loga eldar í Króatíu

Yfirvöld í Króatíu hafa gefið út viðvaranir vegna nýrra skógarelda sem blossað hafa upp í Dalmatíu-héraði og á eyjum undan ströndinni. Slökkviliðsmenn
22.08.2017 - 11:49

Á annað hundrað féllu á einni viku

Hátt á annað hundrað almennir borgarar féllu í síðustu viku í loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á hverfi í borginni Raqqa í Sýrlandi sem enn eru undir yfirráðum Íslamska ríkisins. 250 loftárásir voru gerðar á borgina.
22.08.2017 - 11:48

Tveir látnir eftir skjálftann á Ischia

Að minnsta kosti tveir létust í jarðskjálftanum sem reið yfir ítölsku eyna Ischia, skammt frá Napólí, í gærkvöld. Tugir slösuðust í skjálftanum.
22.08.2017 - 11:17

Mattis hvetur Íraka til dáða

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Bagdad höfuðborgar Íraks í morgun til að hvetja stjórnarliða til dáða í baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins.

Grunaðir hryðjuverkamenn leiddir fyrir dómara

Fjórir menn, sem grunaðir eru um að tilheyra hópnum sem stóð á bak við hryðjuverkin á Spáni, voru leiddir fyrir dómara í Madrid í morgun.
22.08.2017 - 10:41

Fregna að vænta af líkfundinum síðar í dag

Lögreglan í Kaupmannahöfn gerir ráð fyrir að gera frekari grein fyrir líkinu sem fannst við Amager í gær. Lögreglan verst að svo stöddu allra fregna og lýsti yfir á Twitter að upplýsinga væri að vænta seinni partinn í dag. Hjólreiðamaður fann líkið...
22.08.2017 - 08:31

Afganistan verði bandarískur grafreitur

Afganistan verður bandarískur grafreitur ef hermenn ríkisins hafa sig ekki á brott þaðan. Þetta segir í yfirlýsingu Talibana eftir ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í nótt. 
22.08.2017 - 06:15

Sólarhringshlé á aðgerðum sjóhersins

Bandaríkjaher hefur ákveðið að fresta öllum aðgerðum sjóhersins á meðan farið verður yfir öryggismál. Þetta var ákveðið eftir annan árekstur bandarísks herskips á rúmum tveimur mánuðum á Kyrrahafinu.
22.08.2017 - 04:58

Lyfjarisi dæmdur til milljarða skaðabóta

Bandarískur dómstóll úrskurðaði að lyfjarisinn Johnson & Johnson yrði að greiða konu yfir 400 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur. Konan segir vörur framleiðandans hafa valdið krabbameini í legi hennar. 
22.08.2017 - 04:19

Kona lést í jarðskjálfta á Ítalíu

Kona lést og eins er saknað eftir að jarðskjálfti af stærðinni fjórir reið yfir ítölsku eyjuna Ischia í dag. Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi og hefur þegar tekist að bjarga nokkrum undan rústunum. 
22.08.2017 - 03:29

Heitir áframhaldandi stuðningi við Afganistan

Bandaríkjaforseti heitir Afganistan áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna. Dragi þeir of hratt úr herafla sínum í ríkinu skilji þeir eftir tómarúm sem fyllt verði af hryðjuverkamönnum. Forsetinn gagnrýndi Pakistan fyrir að skjóta skjólshúsi yfir...

Íslendingur á lista MIT yfir frumkvöðla

Íslendingurinn Viktor Aðalsteinsson var á dögunum valinn á árlegan lista MIT háskólans í Boston yfir frumkvöðla undir 35 ára aldri sem skara fram úr í heiminum. Viktor kemst á listann vegna starfa sinna við að þróa og bæta krabbameinsgreiningu og -...
22.08.2017 - 00:04

Sagður ætla að senda fleiri til Afganistan

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, áætlar að senda nokkur þúsund hermenn til viðbótar til Afganistan ef marka má New York Times. Trump flytur sjónvarpsávarp í kvöld og tilkynnir um áform ríkisstjórnarinnar varðandi áframhaldandi hernaðaraðgerðir þar í...
21.08.2017 - 22:57

Skilríkjalaus krónprins komst ekki inn á bar

Krónprinsi Dana var neitað um inngöngu á ástralskan bar í borginni Brisbane því hann var ekki með skilríki. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að krónprinsinn hafi að lokum komist inn á barinn ásamt fylgdarliði sínu með hjálp...
21.08.2017 - 21:19