Erlent

Donald Tusk er jafngamall Evrópusambandinu

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna segja einingu og samstöðu mikilvægari nú en nokkru sinni. Þau komu saman í Róm í tilefni þess að sextíu ár eru í dag frá því að sambandið var stofnað. Frans páfi segir gylliboð þjóðernispopúlista eina helstu áskorun...
25.03.2017 - 18:01

Marsípanterta ráðherra vekur úlfúð

Um fátt hefur verið meira rætt í dönsku samfélagi undanfarið og marsipantertu sem ráðherra innfytjendamála birti á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðherrann skapar umræðu með umfjöllun þar sem...
25.03.2017 - 17:53

Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða

Transfólk sem skyldað var í ófrjósemisaðgerð af sænskum yfirvöldum getur átt von á miskabótum. Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Gabriel Wikstrom, greindi frá þessu í dag. Frá árinu 1973 til 2013 var ákvæði í sænskum lögum um að ef fólk vildi breyta fá...

Öskraði ekki nóg við nauðgun

Dómsmálaráðherra Ítalíu ætlar að rannsaka hvers vegna maður var sýknaður af nauðgun, á þeirri forsendu að fórnarlambið öskraði ekki. Í niðurstöðu dómsins í Tórínó segir að ekki hafi verið nægjanlegt að konan hefði beðið starfsfélaga sinn að hætta....
25.03.2017 - 16:35

Stóraukið mannfall eftir valdatöku Trumps

Mannfall í loftárásum Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak og Sýrlandi hefur stóraukist eftir valdatöku Trumps. Trump hefur fyrirskipað endurskoðun á reglum um framgöngu hersins í bardögum og er talið að hann hyggist gefa hernum lausari...
25.03.2017 - 16:09

Geta fylgst með Scobie vegna brota hans hér

Lögreglan á Skotlandi hefur fengið leyfi til að setja fjársvikarann Reece Scobie á lista yfir dæmda barnaníðinga. Málið þykir einstakt því Scobie hefur aldrei hlotið dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum þar. Skoska lögreglan byggði mál sitt á dómi...
25.03.2017 - 15:48

Myrtur af því að hann var svartur

28 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að myrða mann á sjötugsaldri. Talið er að ástæða morðsins sé eingöngu sú staðreynd að hinn myrti var svartur. Algjör tilviljun hafi ráðið því að hver fyrir árásinni varð. Sá sem grunaður er um morðið er...
25.03.2017 - 14:26

Ræddi við Tyrki um að losna við Gulen

Michael Flynn , fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, ræddi við utanríkisráðherra Tyrklands, hvernig hægt væri að losna við tyrkneska klerkinn Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum. Þetta fullyrðir fyrrverandi forstjóri bandarísku...
25.03.2017 - 12:32

Jarðarstund: Ljósin slökkt í kvöld

Í kvöld er svokölluð Jarðarstund, milli 20:30 og 21:30. Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til vitundarvakningar og aðgerða gegn loftslagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund.
25.03.2017 - 10:48

Deila um grasafræði upp á líf og dauða

Rússneski grasafræðingurinn Nikolai Vavilov var á fyrstu áratugum tuttugustu aldar einn fremsti vísindamaður heims á sínu sviði, ferðaðist heimshorna á milli í leit að óþekktum korntegundum og byggði upp stærsta fræbanka heims. En síðar á ferlinum...
25.03.2017 - 09:33

Westminster-árásin: Tveir í haldi, níu sleppt

Níu af ellefu manneskjum sem handteknar voru í tengslum við rannsókn árásarinnar á Westminster á miðvikudag hefur nú verið sleppt úr haldi, tveimur þeirra gegn tryggingu en sjö eru lausar allra mála. Tveir menn eru enn í haldi. BBC greinir frá þessu.
25.03.2017 - 07:22

Maduro biður SÞ um aðstoð vegna lyfjaskorts

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að leysa úr brýnum lyfjaskorti í landinu. Þykir þetta sæta nokkrum tíðindum, enda felst í þessu viðurkenning forsetans á því að neyðarástand ríki í Venesúela; nokkuð,...
25.03.2017 - 07:12

Vilja hafa hendur í hári Alfreðs en geta ekki

Bandarísk stjórnvöld hafa ekki gert neina tilraun til að fá Alfreð Clausen framseldan frá Íslandi til Bandaríkjanna þar sem engir framsalssamningar eru í gildi milli landanna. Snúi Alfreð aftur til Bandaríkjanna verður hann handtekinn þar. Þetta...
25.03.2017 - 07:05

SÞ hyggst senda rannsóknarnefnd til Mjanmar

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að senda sjálfstæða, alþjóðlega rannsóknarnefnd til Mjanmar með það markmið að komast að hinu sanna um meint, alvarleg, umfangsmikil og viðvarandi mannréttindabrot hersins gegn Róhingja-þjóðinni í...
25.03.2017 - 06:18

Trump kennir Demókrötum um ófarir „Trumpcare“

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kennir Demókrötum á þingi um að Repúblikanar neyddust til að falla frá nýrri löggjöf um heilbrigðistryggingar, sem ætlað var að koma í stað svokallaðs Obamacare-tryggingakerfis að stórum hluta. „Ef [Demókratar] ynnu...
25.03.2017 - 04:49