Erlent

Tyrkir loka á Wikipediu

Tyrknesk yfirvöld lokuðu nú í morgun fyrir aðgang að alfræðiritinu Wikipedia.org. Þarlend samtök sem fylgjast með ritskoðunartilburðum stjórnvalda greindu frá þessu en sögðu jafnframt að ekki væri ljóst nákvæmlega hvers vegna þetta væri gert núna.
29.04.2017 - 08:58

Kínverjar segja Trump hefja skattastríð

Kínverjar segja Bandaríkjaforseta hafa komið á skattastríði við sig. Möguleiki er á að skattastefna Donalds Trumps auki á spennuna á milli ríkjanna sem þegar togast á um málefni á borð við Norður-Kóreu, viðskipti og hafsvæði í Suður-Kínahafi.
29.04.2017 - 08:12

Öflugur jarðskjálfti við Filippseyjar

Jarðskjálfti af stærðinni 6,8 varð um 53 kílómetrum undan suðurströnd Filippseyja í kvöld. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út strax eftir skjálftann en var svo aflétt. Yfirvöld segja skemmdir hafa orðið á byggingum og tveir hafi slasast. Fjöldi fólks...
29.04.2017 - 06:24

Mislingafaraldur í Minnesota

Yfir þrjátíu mislingatilfelli hafa greinst í Minnesotaríki Bandaríkjanna síðustu daga. Tilfellin voru einangruð við eina sýslu, en heilbrigðisyfirvöld staðfestu við CBS fréttastöðina í Minnesota að sjúkdómurinn hafi greinst í fjórum sýslum. Í öllum...
29.04.2017 - 04:48

Talsverðar líkur á El Nino á árinu

Alþjóðasamtök veðurfræðinga, WMO, telja um 50 til 60 prósenta líkur á því að veðurfyrirbrigðið El Nino láti aftur á sér kræla á þessu ári. El Nino átti stóran þátt í því að tvö síðustu ár eru þau heitustu frá því mælingar hófust.
29.04.2017 - 03:41

Olíuborun leiði til þúsunda nýrra starfa

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði tilskipun í kvöld þess efnis að minnka hömlur á olíuborun í Norður-Íshafi og Atlantshafi. Hann vonast til þess að tilskipunin búi til þúsundir starfa og gefi bandaríska orkuiðnaðnum lausan tauminn.
29.04.2017 - 00:55

Ólæti eftir allsherjarverkfall í Brasilíu

Mikil ólæti brutust út í Brasilíu í kvöld eftir fyrsta allsherjarverkfall landsins í yfir tvo áratugi. Mótmælendur kveiktu í strætisvögnum og bílum í miðborg Rio de Janeiro. Kveikt var í vegatálmum sem mótmælendur höfðu sett upp og skemmdir voru...
28.04.2017 - 23:41

Samþykktu útgjaldafrumvarp til skamms tíma

Bandaríkjaþing samþykkti í dag frumvarp til ríkisútgjalda í eina viku og kom þar með að ríkisstofnunum yrði lokað vegna fjárskorts um sömu mundir og Donald Trump hefur setið í hundrað daga á forsetastóli.
28.04.2017 - 22:19

Norður-Kóreumenn skutu upp flugskeyti

Norður-Kóreumenn skutu flugskeyti á loft í kvöld frá tilraunasvæði sínu norðan við höfuðborgina Pyongyang. Suður-kóreska fréttastofan Yonhap greindi fyrst frá þessu og vitnaði í heimildir í suður-kóreska hernum. Enn liggur ekki fyrir hverrar gerðar...
28.04.2017 - 22:13

Þingforseti sviptur völdum

Forsætisnefnd þings Evrópuráðsins samþykkti í dag að svipta Pedro Agramunt þingforseta völdum. Hann hafði það helst til saka unnið að taka sér ferð á hendur til Sýrlands í síðasta mánuði, þar sem hann hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta að máli.
28.04.2017 - 17:56

Átta fermetra kofi á rúmar ellefu milljónir

Þetta fallega litla hús er á eyjunni Kjøkøy við utanverðan Óslóarfjörð í Noregi. Húsið er smátt, aðeins átta fermetrar, og verðið hefur vakið mikla athygli; 900.000 norskar, jafnvirði rúmlega ellefu milljóna íslenskra króna. Það gerir tæpa eina og...
28.04.2017 - 16:58

Málmþreyta olli þyrluslysi í Noregi

Málmþreyta í tannhjóli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla frá norska fyrirtækinu CHC Helikopter fórst á Hörðalandi í Noregi með þrettán manns. Slysið varð 29. apríl í fyrra. Í framhaldinu ákvað Airbus fyrirtækið að kyrrsetja allar þyrlur sömu...
28.04.2017 - 16:01

Tillaga Íra rædd á leiðtogafundi

Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman á morgun til að ræða helstu markmið í viðræðum um úrsögn Breta úr sambandinu. Á fundinum verður rædd umdeild tillaga frá stjórnvöldum á Írlandi. 
28.04.2017 - 11:51

Milljónir hjálpar þurfi í Eþíópíu

Um 7,7 milljónir Eþíópíumanna þurfa matvælaaðstoð á þurrkasvæðum landsins eða meira en tveimur milljónum fleiri en talið var í byrjun árs. Ríkisfjölmiðlar í Eþíópíu greindu frá þessu í morgun.
28.04.2017 - 11:04

Briois valinn leiðtogi til bráðabirgða

Franska Þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, hefur fengið nýjan leiðtoga til bráðabirgða, þann annan á nokkrum dögum. 
28.04.2017 - 10:44