Erlent

Bjargað eftir 56 daga á reki

Filippseyskum sjómanni var bjargað undan ströndum Papúa-Nýju Gíneu fyrr í þessum mánuði, eftir 56 daga hafvillu. Frá þessu er greint í blaðinu Post Courier á Papúa-Nýju Gíneu í dag. Þar segir að maðurinn, Roland Omongos, hafi haldið til veiða á...
25.03.2017 - 03:25

11 flóttamenn drukknuðu á Eyjahafi

Ellefu flóttamenn drukknuðu í Eyjahafi, skammt undan vesturströnd Tyrklands í gær, föstudag. Fimm börn voru á meðal hinna drukknuðu. Níu var bjargað og fjögurra er saknað. Tyrkneska strandgæslan greinir frá þessu. Gúmmíbáturinn sem fólið var í var á...

Mikið mannfall almennings í Mósúl rannsakað

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst þungum áhyggjum vegna fregna af miklu mannfalli meðal almennra borgara í árásum stjórnarhers Íraka og Bandaríkjamanna á Mósúl í Írak. Háttsettur erindreki samtakanna í Írak segist slegin eftir að henni bárust til eyrna...
25.03.2017 - 02:17

Sex sleppt úr haldi eftir Westminster-árásina

Sex manneskjum, sem handteknar voru í tengslum við rannsókn árásarinnar á Westminster á miðvikudag, hefur nú verið sleppt úr haldi og eru lausar allra mála. Lundúnalögreglan greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Þar segir að tvær konur og fjórir...
25.03.2017 - 01:15

Áfall fyrir Donald Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað í kvöld að draga til baka heilbrigðisfrumvarp sitt. Honum tókst ekki að tryggja því nægt fylgi meðal þingsheims, þrátt fyrir að flokkur hans - Repúblikanar - hafi mikinn meirihluta á Bandaríkjaþingi....
24.03.2017 - 20:59

Trump dregur heilbrigðisfrumvarp sitt til baka

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að draga heilbrigðisfrumvarp sitt til baka eftir að ljóst var að það nýtur ekki meirihlutastuðnings í Bandaríkjaþingi.
24.03.2017 - 19:49

Útlit fyrir að Trump tapi í þinginu

Frumvarp Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að afnema heilbrigðislög Barack Obama er í uppnámi, allar líkur eru á að honum takist ekki að fá það samþykkt í dag eins og stefnt var að.
24.03.2017 - 18:02

Heimamenn ráðast á heimahagana

Fimm eru látnir eftir árásina við breska þingið í Lundúnum á miðvikudag, árásarmaðurinn, lögreglumaður og þrír almennir borgarar. Árásarmaðurinn var fimmtíu og tveggja ára Breti frá Kent, suðaustur af borginni. Hann var fæddur í Bretlandi,...
24.03.2017 - 15:34

Le Pen: „Pútín fulltrúi nýrrar heimssýnar“

Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Eftir fundinn hvatti hún til þess að bundinn yrði endir á efnahagslegar refsiaðgerðir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn...

Bresk ungmenni handtekin vegna dauða ungbarns

Þrír unglingar á aldrinum 18 og 19 ára hafa verið handteknir grunaðir um að hafa valdið dauða 19 mánaða gamallar stúlku í Preston í Lancashire í Bretlandi. Barnið var flutt á sjúkrahús í gær en dó þar skömmu síðar. Lögregluyfirvöld telja að dauða...
24.03.2017 - 14:25

Nýjustu drónarnir sýndir í Japan

Á annað hundrað fyrirtæki og stofnanir sem framleiða svonefnda dróna kynna þessa dagana nýjustu gerðir þeirra á sýningu í Japan. Þar má sjá flygildi af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá því að gefa flutt smáhluti milli skrifstofufólks upp í flykki...
24.03.2017 - 12:47

Stríðsherra greiði fórnarlömbum skaðabætur

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag dæmdi í dag stríðsherrann Germain Katanga til að greiða 297 fórnarlömbum sínum í þorpinu Bogoro í Kongó 250 dollara hverju í „táknrænar skaðabætur“ fyrir ofbeldi sem þau voru beitt. Katanga og menn hans réðust inn í...
24.03.2017 - 12:11

Hosni Mubarak laus úr fangelsi

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var látinn laus úr fangelsi í dag. Hann dvaldi raunar að mestu leyti á hersjúkrahúsi síðastliðin sex ár, frá því að hann var hnepptur í varðhald.
24.03.2017 - 11:51

Afþakka að flytja lagið í gegnum gervihnött

Stjórn Evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur boðið Rússum að flytja framlag sitt í Eurovision söngvakeppninni í gegnum gervihnött eftir að stjórnvöld í Úkraínu ákváðu að banna fulltrúa Rússlands í keppninni að koma til Úkraínu. Rússneska...
24.03.2017 - 10:55

Stal bíl með tveimur kornungum bræðrum

Lögregla í Suður-Kaliforníu hefur síðustu klukkustundir gert dauðaleit að Honda Accord bíl sem stolið var í gærkvöld í bænum Cathedral City. Í aftursæti bílsins voru tveir bræður, Jayden og Carlos Cortez, eins og tveggja ára.
24.03.2017 - 09:14