Erlent

120 saknað eftir aurskriðu í Kína

Staðfest er að fimmtán létu lífið og að minnsta kosti 120 er saknað eftir að aurskriða féll á fjallaþorpið Xinmo í Sichuan héraði í Kína. Um 40 heimili gjöreyðilögðust í skriðunni sem féll um sex leytið í morgun að staðartíma.
24.06.2017 - 15:42
Erlent · Asía · Kína

Björguðu 224 flóttamönnum á Gíbraltarsundi

Spænska strandgæslan bjargaði í dag 224 flóttamönnum á Gíbraltarsundi. Fólkið var á leið frá Marakkó til Spánar um Gíbraltarsund, sem aðskilur löndin. Fólkinu var bjargað á nokkrum klukkutímum í morgun.
24.06.2017 - 13:28

Klæðningu ábótavant í 27 háhýsum

Klæðningu er ábótavant í 27 háhýsum í fimmtán sveitarfélögum á Englandi. Klæðningin stenst að sögn yfirvalda ekki eldvarnaprófanir. Tilkynningin kemur í kjölfar þjóðarátaks á Bretlandseyjum til að finna byggingar með sambærilega klæðningu á þá sem...
24.06.2017 - 10:14

Fannst á lífi eftir brunann í Grenfell

Kona, sem óttast var að hefði látið lífið í stórbrunanum í Grenfell-turninum í Lundúnum, fannst óvænt á spítala. Lýst hafði verið eftir konunni, en hvorki hún né fjölskylda hennar vissu að hennar væri saknað. Konan bjó á 19. hæð turnsins en fannst...
24.06.2017 - 08:04

Efins um hlutleysi Muellers

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir efasemdum um hlutleysi Roberts Muellers, sem fer með rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum Bandaríkjanna í fyrra. Hann sagði að vinátta hans við James Comey væri truflandi, en Comey...
24.06.2017 - 06:38

„Við erum óbugandi þjóð“

Hryðjuverkaárásir urðu að minnsta kosti 53 að bana í Pakistan gær. Fleiri en 200 eru særðir. Í gær var síðasti föstudagur Ramadan-mánaðar, sem gerir árásina enn meira truflandi, að því er fram kemur á vef New York Times. Gærdagurinn var sá versti...
24.06.2017 - 05:38

SKAM leggja upp laupana

Stjörnur hinna vinsælu SKAM-þáttaraða kveðja nú hlutverk sín, en síðasti þáttur fer í loftið í kvöld. Þættirnir hafa farið sigurför um heiminn, en SKAM þættirnir eru norskt unglingadrama og gerast í framhaldsskólanum Hartvig Nissen í útjaðri Oslóar...
24.06.2017 - 04:42
Erlent · Evrópa · Noregur · skam

140 manns saknað eftir aurskriðu

Um 40 heimili eyðilögðust í stærðarinnar aurskriðu í þorpinu Xinmo í suðvesturhluta Kína í nótt. Meira en 140 manns er saknað. Björguanrstarf er þegar hafið. Jarðýtur eru notaðar til að grafa eftir þeim sem er saknað, eins og sjá má af myndum frá...
24.06.2017 - 02:48
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína

Ætlaði að ráðast á moskuna helgu í Mekku

Öryggislið í Sádí-Arabíu kom í veg fyrir árás á moskunna helgu í Mekku í dag. Þetta hefur CNN eftir þarlendum yfirvöldum. Hinn grunaði árásarmaður sprengdi sig í loft upp þegar öryggisliðið hafði umkringt heimili hans. Hann neitaði að fara eftir...
24.06.2017 - 01:32

800 heimili rýmd í Camden vegna eldhættu

Yfir 800 heimili í fimm háhýsum í hverfi félagslegra íbúða í Camden í Lundúnum voru rýmd í dag í öryggisskyni. Til þessa ráðstafana var gripið eftir að í ljós kom að klæðning húsanna svipar til klæðningar Grenfell háhýsisins sem brann í síðustu viku...
23.06.2017 - 23:47

Duga útlitsbreytingar til að auka sölu á Ken?

Dúkkan Ken fetar nú í fótspor unnustu sinnar, Barbie, og verður fáanlegur í fjölbreyttari útgáfum. Einhverjir spá því þó að útlitsbreytingarnar séu ekki lausnin á sífellt dvínandi vinsældum leikfanganna.
23.06.2017 - 19:30

Prinsessur dæmdar fyrir mansal

Átta prinsessur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum voru í dag dæmdar fyrir mansal og misnotkun á þjónustufólki sínu fyrir dómi í Brussel. Þær voru dæmdar til 15 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 165.000 evra hver eða sem...
23.06.2017 - 18:25

Slaka á reglum um pestó í handfarangri

Flugvallaryfirvöld á Cristoforo Colombo-flugvellinum í Genúa hafa slakað á reglum um hvað megi fljúga með í handfarangri. Reglan alkunna er að ekki má fljúga með meira en 100 millilítra af vökva í handfarangri - nema umræddur „vökvi“ sé pestó.
23.06.2017 - 15:56

„Mueller, þú ættir að skoða Ísland“

Timothy L. O'Brien, margverðlaunaður blaðamaður sem skrifar nú fyrir bandaríska fréttavefinn Bloomberg, heldur áfram að fjalla um viðskipti íslenska fjárfestingafélagsins FL Group og bandaríska fasteignafélagsins Bayrock og tengslin við Donald...
23.06.2017 - 14:08

FARC afvopnast að fullu

Kólumbíska skæruliðahreyfingin FARC lætur af hendi öll vopn sín í dag og lýkur afvopnun sem hófst með samningaviðræðum við kólumbísk stjórnvöld í október. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir Juan  Manuel Santos, forseta Kólumbíu.
23.06.2017 - 13:56