Erlent

Bankainnistæður Yingluck frystar

Yfirvöld í Taílandi hafa fryst innistæður á sjö bankareikningum Yingluck Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, vegna sektar sem hún á yfir höfði sér og tengist umdeildri niðurskurðaráætlun á hrísgrjónum í valdatíð hennar.
25.07.2017 - 09:15

Staðfestir að stuðningi hafi verið hætt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í gær að hætt hefði verið stuðningi við hópa uppreisnarmanna sem barist hefðu gegn Assad Sýrlandsforseta og stjórn hans. Forsetinn vísaði hins vegar á bug fullyrðingum í blaðinu Washington Post að það...
25.07.2017 - 08:21

Grunur um nýja flugskeytatilraun

Grunur leikur á að Norður-Kóreunn séu að undirbúa nýja tilraun með langdrægt flugskeyti sem hugsanlega geti náð alla leið til Alaska.
25.07.2017 - 07:59

Laus við HIV eftir stutta lyfjameðferð

Barn sem greindist með HIV veiruna við fæðingu fyrir tíu árum síðan er nú einkennalaust eftir stutta lyfjameðferð skömmu eftir fæðingu. Barnið hefur ekki þurft frekari lyfjagjöf síðan. Guardian greinir frá þessu og hefur eftir vísindamönnum sem eru...
25.07.2017 - 06:23

Almennir borgarar létust í bílsprengjuárás

Sjö almennir borgarar létust þegar bílsprengja sprakk nærri eftirlitsstöð egypska hersins í Norður-Sínaí í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu egypska hersins. 
25.07.2017 - 05:49

Rússar sagðir færa Talibönum vopn

Talibanar í Afganistan hafa endurnýjað vopnabúr sitt að undanförnu, að því er virðist með aðstoð rússneskra stjórnvalda. Myndbönd sem bandaríska sjónvarpsfréttastöðin CNN komst yfir benda til þessa.
25.07.2017 - 05:14

Aftur til starfa eftir stutt veikindafrí

Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain ætlar að mæta aftur til vinnu í þingsal í dag eftir stutt veikindafrí. McCain greindist með heilaæxli í síðsutu viku og fór í skurðaðgerð þar sem blóðtappi var tekinn. Samkvæmt skrifstofu hans ætlar hann ekki...
25.07.2017 - 04:09

Dæmdir fyrir fjölkvæni í Kanada

Tveir karlmenn voru dæmdir fyrir fjölkvæni í Kanada í dag. Annar maðurinn á 25 eiginkonur og 146 börn, hinn er kvæntur fimm konum. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Þeirra bíður allt að fimm ára fangelsisvist. Þetta er í fyrsta sinn sem reynir á...
25.07.2017 - 03:25

Skógareldar breiða úr sér í Frakklandi

Hundruð slökkviliðsmanna berjast við að ráða niðurlögum mikilla skógarelda í suðurhluta Frakklands. Á eyjunni Korsíku breiðir eldurinn sig yfir 900 hektara landsvæði. Íbúar nærri Biguglia á norðausturströnd eyjunnar hafa orðið að flýja heimili sín...
25.07.2017 - 01:26

Málmleitartækin við Musterishæð tekin niður

Ísraelsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta notkun málmleitartækja við helgan stað múslima og gyðinga í Jerúsalem. AFP fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir yfirlýsingu stjórnvalda í kvöld. Málmleitartækin voru sett upp eftir árás...
25.07.2017 - 00:25

Vinsælla að deila bíl í Danmörku

Æ fleiri kjósa frekar að deila bíl en að eiga bíl í Danmörku. Það sem byrjaði sem tíska í höfuðborginni er að verða nokkuð útbreiddur siður víðar um landið. Um þetta er fjallað á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Fyrirtæki á borð við Let's Go og...
24.07.2017 - 23:20

Kushner ber vitni um Rússa

Jared Kushner, ráðgjafi og tengdasonur Donalds Trump bandaríkjaforseta, sór af sér öll tengsl við rússneska embættismenn, þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Skýrslutakan fór fram fyrir luktum dyrum, en Kushner...
24.07.2017 - 22:35

Justin Bieber hættir við fjórtán tónleika

Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Biener er hættur við það sem eftir var af tónleikaferðalagi hans, Purpose World Tour, en hann átti fjórtán tónleika eftir í Asíu og Norður-Ameríku. Bieber er búinn að spila oftar en 150 sinnum síðan...
24.07.2017 - 21:38

Þörungar flýta fyrir bráðnun jökulsins

Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af því að Grænlandsjökull bráðni hraðar og hækki sjávarmál meira en áður var ætlað. Þörungar, sem vaxa og dafna eftir því sem hlýnar í lofti, leika þar stórt hlutverk. Þeir dekkja yfirborð íshellunar og flýta fyrir...
24.07.2017 - 21:04

Prófsteinn á frelsi fjölmiðla í Tyrklandi

Réttarhöld hófust í dag yfir sautján tyrkneskum blaðamönnum sem stjórnvöld í Tyrklandi segja að gangi erinda hryðjvuerkasamtaka. Réttarhöldin eru af mörgum talin vera prófsteinn á frelsi fjölmiðla í Tyrklandi.
24.07.2017 - 17:25