Erlent

Hollande lýsir yfir stuðningi við Macron

Francois Hollande, forseti Frakklands, styður Emmanuel Macron í síðari umferð forsetakosninganna í næsta mánuði. Í sjónvarpsávarpi kvað Hollande Frakkland verða í hættu ef Marine Le Pen sigraði í síðari umferðinni. Hætt væri við því að landið...

Obama snýr aftur í sviðsljósið

Barack Obama kemur í fyrsta skipti opinberlega fram í kvöld síðan hann lét af störfum sem forseti Bandaríkjanna í janúar. Hann flytur í kvöld erindi í Chicago háskóla um samfélagsskipulag og þátttöku almennings í því. Ræðunnar er beðið með mikilli...
24.04.2017 - 14:01

Ráðherra utanríkismála Grænlands segir af sér

Vittus Qujaukitsoq, ráðherra í grænlensku landsstjórninni, hefur sagt af sér embætti. Frá þessu greinir hann í stuttri færslu á Facebook-síðu sinni. Engar ástæður eru tilteknar fyrir afsögninni. Qujaukitsoq var ráðherra umhverfis-, atvinnu-,...
24.04.2017 - 11:32

Handtaka vegna árásarinnar í Stokkhólmi

Sænska lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við rannsókn á árásinni í Stokkhólmi 7. þessa mánaðar, þegar vörubifreið var ekið á vegfarendur í miðborginni með þeim afleiðingum að fjórir létu lífið.
24.04.2017 - 10:10

Mattis í óvæntri heimsókn í Afganistan

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Afganistans í morgun um sama leyti og tilkynnt var að varnarmálaráðherra landsins og yfirmaður hersins hefðu sagt af sér. Þetta er fyrsta heimsókn Mattis til Afganistans í...
24.04.2017 - 09:24

Ólæti í Frakklandi í nótt

Franska lögreglan hafði víða í nógu að snúast í gærkvöld og nótt vegna óeirða og mótmæla ungmenna. Mótmælin beindust gegn sigurvegurum fyrri umferðar forsetakosninganna sem fram fór í gær, þeim Marine Le Pen og Emmanuel Macron.
24.04.2017 - 09:15

Prófa nýtt bóluefni gegn malaríu

Nýtt bóluefni gegn malaríu verður prófað í þremur Afríkulöndum á árunum 2018-2020. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin greindi frá þessu í morgun
24.04.2017 - 08:53

Varnarmálaráðherra segir af sér vegna árásar

Abdullah Habibi, varnarmálaráðherra Afganistans, og Qadam Shah Shaheem, yfirforingi hersins, báðust í morgun lausnar og hefur Ashraf Ghani, forseti landsins, fallist á lausnarbeiðni þeirra. Þetta sagði í tilkynningu frá embætti forseta.
24.04.2017 - 08:06

HRW vill upplýsingar um flóttamenn

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch krefjast þess að yfirvöld í Kína veiti upplýsingar um dvalarstað átta Norður-Kóreumanna sem handteknir voru í Shenyang í norðausturhluta landsins um miðjan mars.
24.04.2017 - 07:54

Tilbúnir að sökkva flugmóðurskipinu

Norður-Kóreumenn segjast þess albúnir að sökkva bandaríska flugmóðurkskipinu Carl Vinson, flaggskipi samnefndrar flotadeildar Bandaríkjahers sem stefnir að Kóreuskaganum. Í ritstjórnargrein í málgagni hins allsráðandi Verkamannaflokks segir að...
24.04.2017 - 04:44

Evrópusinni og þjóðernissinni í seinni umferð

Miðjumaðurinn og Evrópusinninn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna, sem fram fór á sunnudag. Macron fékk 23,9 prósent atkvæða. Í öðru sæti varð öfga-hægrikonan og þjóðernissinninn Marine Le Pen, sem fékk...

21 hefur dáið í mótmælum og uppþotum

Kona sem meiddist illa þegar hún tók þátt í göngu til stuðnings Nicolasi Maduro og stjórn hans í Caracas í vikunni, lést í gær af sárum sínum. Hún er 21. fórnarlamb blóðugra mótmæla, uppþota og átaka sem staðið hafa linnulítið í Venesúela frá því...

Macron spáð yfirburðasigri í seinni umferð

Tvær nýjar skoðanakannanir benda til þess að Emmanuel Macron muni fara með afgerandi sigur af hólmi í einvíginu við Le Pen þann 7. maí. Önnur könnunin var gerð af Ipsos France, með 2024 manna úrtaki. Niðurstaðan var sú að Macron fengi 62% atkvæða en...
24.04.2017 - 02:29

Níu myrtir í blóðbaði í Brasilíu

Níu menn, þar á meðal prestur, voru myrtir í miklu blóðbaði í afskekktu héraði í vesturhluta Brasilíu fyrir skemmstu. Lögregla hefur upplýst að hvort tveggja skotvopnum og eggvopnum hafi verið beitt við illvirkið. Í brasilískum fjölmiðlum er greint...

Evran styrkist vegna úrslitanna í Frakklandi

Evran tók kipp upp á við og hækkaði gagnvart hvort tveggja bandaríkjadal og japönsku jeni í kauphöllum Asíu þegar ljóst varð að Emmanuel Macron kæmi til með að etja kappi við Marine Le Pen í seinni umferð forsetakosninganna. Macron er einarður...