Erlent

Skilríkjalaus krónprins komst ekki inn á bar

Krónprinsi Dana var neitað um inngöngu á ástralskan bar í borginni Brisbane því hann var ekki með skilríki. Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að krónprinsinn hafi að lokum komist inn á barinn ásamt fylgdarliði sínu með hjálp...
21.08.2017 - 21:19

Saksóknara boðið hæli í Kólumbíu

Luisa Ortega, brottrekinn ríkissaksóknari í Venesúela, fær hæli í Kólumbíu ef hún óskar eftir því. Juan Manuel Santos forseti greindi frá þessu á Twitter í dag. Ortega flýði til Kólumbíu ásamt eiginmanni sínum, þingmanninum German Ferrer, eftir að...
21.08.2017 - 19:50

Flugskeyti skotið á sendiráðahverfi í Kabúl

Flugskeyti var í dag skotið á víggirta hverfið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, þar sem sendiráð erlendra ríkja eru til húsa. Það lenti á knattspyrnuvelli og olli engu manntjóni að því er talið er. Að sögn fréttamanna AFP fréttastofunnar í Kabúl...
21.08.2017 - 19:40

Lík af konu fundið við Amager

Danska lögreglan rannsakar nú lík af konu sem fannst í sjónum nálægt Amager í Kaupmannahöfn síðdegis. Talið er mögulegt að líkið sé af sænsku blaðakonunni Kim Wall, en hún var um borð í kafbátnum Nautilus sem fórst fyrir tíu dögum í Køge flóa, ekki...
21.08.2017 - 18:08

Ökumaður sendibílsins fallinn

Lögregla í Katalóníu skaut í dag til bana Younes Abouyaaqoub, sem hafði verið leitað undanfarna daga. Talið er að hann hafi verið undir stýri þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks í miðborg Barselóna á fimmtudaginn var. Lögregan staðfesti...
21.08.2017 - 16:17

Telja þrjár milljónir fást fyrir Eleanor Rigby

Upprunalega handskrifaða útsetning Bítlalagsins Eleanor Rigby verður seld á uppboði á næstunni ásamt afsali fyrir legstæði konu sem bar sama nafn og lést árið 1939.
21.08.2017 - 16:15

Ökumaður sendibílsins handtekinn

Yones Abouyaaqoub, sem talið er að hafi verið undir stýri þegar sendibíl var ekið á fjölda fólks í Barselóna í síðustu viku, var handtekinn í dag. Dagblaðið La Vanguardia í Barselóna greindi frá þessu fyrir stundu. Þar segir að Abouyaaqoub hafi...
21.08.2017 - 14:59

Forsetafrúin fær opinbert hlutverk

Brigitte Macron, eiginkona forseta Frakklands, fær opinbert hlutverk, að því er forsetaskrifstofan í París greindi frá í dag. Henni verður falið að vera fulltrúi Frakklands á opinberum vettvangi. Hún fær þó hvorki laun fyrir starfann né að ráða sér...
21.08.2017 - 13:21

Fórnarlömb árásanna í Katalóníu orðin fimmtán

Fimmtán eru látnir eftir hryðjuverkin í Katalóníu á Spáni í síðustu viku. Yfirvöld í héraðinu skýrðu frá því í dag að ódæðismennirnir hefðu verið að verki þegar maður var stunginn til bana í bíl í Barselóna. Tekist hefur að bera kennsl á alla sem...
21.08.2017 - 12:07

Ekið á hóp fólks í Marseille

Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að bíl var ekið á hóp fólks á strætisvagnabiðstöð í Marseille í Frakklandi í dag. Bílstjórinn var handtekinn skömmu síðar. Ekki liggur fyrir hvort hann ók viljandi á fólkið eða missti stjórn á bílnum...
21.08.2017 - 09:57

Kafbátaeigandinn segir banaslys hafa orðið

Peter Madsen, eigandi kafbátsins Nautilus sem sökk undan ströndum Danmerkur fyrr í ágúst, sagði fyrir dómstólum að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af slysförum um borð í bátnum. Madsen segist hafa kastað líki hennar í sjóinn nálægt bænum Köge...
21.08.2017 - 08:32

Vita hver ók bílnum í Barselóna

Lögreglan í Katalóníu hefur borið kennsl á manninn sem drap þrettán þegar hann ók sendiferðabíl inn í mannþröng á Römblunni í Barselóna á fimmtudaginn. Hans er nú leitað um alla Evrópu.
21.08.2017 - 07:58

Letidagurinn haldinn hátíðlegur í Kólumbíu

Íbúar kólumbísku borgarinnar Itagui fóru með dýnur og hengirúm á götur borgarinnar í gær. Tilefnið var árlegur alþjóðadagur leti sem borgarbúar hafa haldið hátíðlegan frá árinu 1985. 
21.08.2017 - 06:28

106 ára hælisleitanda vísað frá Svíþjóð

Elsta hælisleitanda heims hefur verið gert að fara aftur til Afganistan frá Svíþjóð. Hún flúði heimalandið ásamt fjölskyldu sinni árið 2015, en sonur hennar og barnabarn skiptust á að halda á henni yfir fjallgarða á leið sinni til Evrópu.
21.08.2017 - 06:17

Danir taka þátt í æfingu á Kóreuskaga

Danskir hermenn taka þátt í sameiginlegri heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á Kóreuskaga. Heræfingin hófst í morgun með æfingum á viðbrögðum við tölvuárás frá Kóreu.
21.08.2017 - 05:38