Efnahagsmál

Ólafur og dularfullu útlendingarnir

Hvers vegna ætti einhver að hafa áhyggjur af því þó Ólafur Ólafsson væri í samskiptum við útlendinga, spurði verjandi meðan á aðalmeðferð Al Thani-málsins stóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2013. Spurninguna bar hann upp eftir að saksóknari...
29.03.2017 - 20:45

Ekki aðkallandi að rannsaka einkavæðinguna

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að búið sé að skoða einkavæðingu bankanna margoft og að ekki sé aðkallandi að rannsaka hana. Hann útiloki þó ekki að einstakir þættir verði rannsakaðir ef góð ástæða er til.
29.03.2017 - 20:12

Hyggjast hækka skatt á ferðaþjónustu

Fækka á undanþágum í virðisaukaskattkerfinu og færa meðal annars ferðaþjónustuna úr lægra skattþrepinu í það hærra. Samhliða því á að lækka hærra þrepið. Forsætisráðherra segir þetta gert til að gera kerfið sanngjarnara og skilvirkara.
29.03.2017 - 19:47

Enginn þekkir huldufélag sem fékk milljarða

Afar takmarkaðar upplýsingar eru til um félagið Dekhill Advisors sem fékk hluta hagnaðarins af Hauck & Aufhäuser-fléttunni á móti Ólafi Ólafssyni. Félagið fékk 46,5 milljónir dollara í sinn hlut sem á þeim tíma nam 2,9 milljörðum króna. Það eru...
29.03.2017 - 18:11

Stjórnvöld hafi ekki getað varist blekkingum

Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra þegar S-hópurinn keypti nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum, segir að ríkið hafi ekki getað varist vel undirbúnum blekkingum kaupenda bankans. Þetta segir hann í skriflegu svari beiðni fréttastofu um...
29.03.2017 - 16:26

HB Grandi frestar aðgerðum á Akranesi

HB Grandi hefur frestað því að loka vinnslustöðvinni á Akranesi og ætlar að hefja viðræður við bæjaryfirvöld um framhaldið. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hittust á fundi nú...
29.03.2017 - 15:56

Vilhjálmur og Vilhjálmur funda um framhaldið

Vilhjálmur Vilhjámsson, forstjóri HB Granda, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, settust á fund klukkan 14 í dag til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin á Akranesi vegna HB Granda. Bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr...
29.03.2017 - 15:21

Mönnum mikið í mun að leyna þætti Kaupþings

„Það er augljóst að mönnum hefur verið mikið í mun að það kæmi ekki fram að Kaupþing kæmi þar nærri, að Ólafur Ólafsson kæmi þar með meiri hætti fram en opinberlega hafði verið kunngjört. Og við sjáum það t.d. í öllum þeim tölvupóstum sem við höfum...
29.03.2017 - 12:32

„Puffin“: Fléttan sem blekkti stjórnvöld

Lokadrög baksamninga, sem áttu að fela eignarhald aflandsfélags á hlutnum sem í orði kveðnu tilheyrði Hauck & Aufhäuser lágu ekki fyrir fyrr en kvöldið áður en kaupsamningurinn við ríkið var undirritaður. Vikuna á undan voru drög að baksamningum...
29.03.2017 - 11:47

Lugu um aðkomu þýska bankans á blaðamannafundi

Ólafur Ólafsson, fjárfestir og Peter Gatti, framkvæmdastjóri þýska bankans Hauck & Aufhäuser, lugu að fjölmiðlum og almenningi á blaðamannafundi við undirritun kaupa S-hópsins á Búnaðarbankanum 2003. Í viðtali sem Spegillinn tók þann dag,og...
29.03.2017 - 11:30

Miklir hagsmunir undir, líka fyrir Ísland

Utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja greiðari aðgang að breskum mörkuðum en nú er eftir að Bretar yfirgefa Evrópusambandið. Mikil óvissa ríkir um hvert Bretland stefnir eftir Brexit en hagsmunir Íslendinga eru miklir.
29.03.2017 - 07:37

Fjórtán ára ráðgáta skýrist

Svarið við áralöngum vangaveltum um hver hafi verið raunveruleg aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á nær helmingshlut ríkisins í Búnaðarbankanum birtist að líkindum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem skilar af sér klukkan...
29.03.2017 - 06:36

Kemur til greina að loka United Silicon

Það kemur til greina að loka verksmiðju United Silicon vegna mengunar frá starfseminni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. Hún tók þar með undir orð Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem hefur krafist þess að...
28.03.2017 - 19:15

Lýsir vilja til að bæta aðstöðu HB Granda

Bæjarstjórn Akraness vill skipuleggja lóðir fyrir HB Granda og bæta aðstöðu við Akraneshöfn til að fyrirtækið geti byggt upp starfsemi þar. Hún óskar þess að áformum þeirra um að loka botnfiskvinnslu verði frestað.
28.03.2017 - 17:42

Lækkun vaxta besta leið til að lækka gengi

Áhrifamesta aðgerðin til þess að lækka gengi krónunnar er án efa lækkun vaxta Seðlabankans, segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir söguna kenna Íslendingum að reyna að sjá fyrir...
28.03.2017 - 17:37