Dóms- og lögreglumál

Jón Valur sýknaður af ákæru um hatursorðræðu

Jón Valur Jensson var í dag sýknaður af ákæru um hatursorðræðu, í Héraðsdómi Reykjavíkur.
24.04.2017 - 18:54

„Löngu kominn tími til að maðurinn víki“

Forstjóri Samherja telur að Seðlabankastjóri eigi að víkja vegna málatilbúnaðar bankans gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum.
24.04.2017 - 18:51

Skotárás hótað í sænskum framhaldsskóla

Framhaldsskóli í bænum Luleå í norðurhluta Svíþjóðar var rýmdur í dag eftir að upplýsingar bárust um yfirvofandi skotárás á skólasvæðinu. Fréttastofa sænska ríkisútvarpsins hefur eftir talsmanni lögreglunnar að upplýsingar hafi borist á...
24.04.2017 - 16:32

Pyntingar á föngum aukast í Afganistan

Fangar í afgönskum fangelsum eru beittir pyntingum, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Ill meðferð á föngum virðist fara vaxandi þrátt fyrir ný lög sem eiga að koma í veg fyrir pyntingar.
24.04.2017 - 15:39

Fundu nær tvo lítra af fljótandi kókaíni

1.950 millilítrar af fljótandi kókaíni fundust í farangri tæplega þrítugs karlmanns í flugstöð Leifs Eiríkssonar nýverið. Maðurinn kom til Íslands frá Amsterdam. Þegar tollverðir leituðu í farangri mannsins fundu þeir vökvann í fjórum brúsum sem...
24.04.2017 - 13:59

Sekt Samherja felld úr gildi með dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Seðlabankanum er einnig gert að greiða allan málskostnað, eða 4 milljónir.
24.04.2017 - 12:36

Kona handtekin á Höfn fyrir kattarsmygl

Svissnesk kona var handtekin á Höfn í Hornafirði á laugardagskvöld fyrir að smygla lifandi ketti með sér til landsins í bíl sínum með ferjunni Norrænu. Kötturinn var aflífaður og bíllinn verður sótthreinsaður á kostnað eigandans.
24.04.2017 - 11:57

21 hefur dáið í mótmælum og uppþotum

Kona sem meiddist illa þegar hún tók þátt í göngu til stuðnings Nicolasi Maduro og stjórn hans í Caracas í vikunni, lést í gær af sárum sínum. Hún er 21. fórnarlamb blóðugra mótmæla, uppþota og átaka sem staðið hafa linnulítið í Venesúela frá því...

Níu myrtir í blóðbaði í Brasilíu

Níu menn, þar á meðal prestur, voru myrtir í miklu blóðbaði í afskekktu héraði í vesturhluta Brasilíu fyrir skemmstu. Lögregla hefur upplýst að hvort tveggja skotvopnum og eggvopnum hafi verið beitt við illvirkið. Í brasilískum fjölmiðlum er greint...

Þrír handteknir vegna heimilisofbeldis

Tilkynnt var um heimilisofbeldi í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögregla fór á vettvang og handtók þar tvo menn, grunaða um líkamsárás. Laust fyrir hálf fjögur í nótt var svo einn maður handtekinn í Kópavogi, einnig grunaður um líkamsárás...

Nauðganir verða sífellt grófari

Aldrei hafa fleiri komið á neyðarmóttöku Landspítalans vegna nauðgana en í fyrra. Forstöðumaður neyðarmóttöku segir brotin sífellt grófari og brotaþolar lýsi mikilli niðurlægingu af hendi geranda í orðum og athöfnum. Fjöldi kæra eykst ekki að sama...

Heimilisofbeldi og ölvunarakstur

Einn maður var handtekinn í Breiðholti á fimmta tímanum í nótt, grunaður um heimilisofbeldi. Var hann færður í fangageymslu og bíður yfirheyrslu. Tveir ungir menn, sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í fyrirtæki við Dalbraut um lágnættið voru...

Lögreglumorðinginn í París nafngreindur

Maðurinn sem banaði einum lögreglumanni og særði tvo á Champs-Élysées breiðgötunni í París hefur verið nafngreindur af yfirvöldum. Hann hét Karim Cheurfi og var margdæmdur ofbeldis- og glæpamaður. Saksóknarinn François Molins upplýsti þetta á...
22.04.2017 - 06:51

104 handteknir fyrir tilraun til barnaníðs

Lögregla í Ontario-fylki í Kanada upplýsti í gær að 104 menn hefðu verið handteknir á síðustu mánuðum og misserum, grunaðir um og síðar ákærðir fyrir að hafa ætlað sér að kaupa kynlíf af ólögráða stúlkum allt niður í 13 ára aldur. Handtökurnar eru...
22.04.2017 - 05:46

Mannskæð árás á útibú FSB austast í Rússlandi

Tveir dóu þegar einn maður réðist inn á skrifstofu rússnesku leyniþjónustustofnunarinnar FSB í borginni Khabarovsk, rétt við kínversku landamærin á föstudag. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst sig ábyrg fyrir árásinni og segja þrjá hafa...
22.04.2017 - 05:26