Dóms- og lögreglumál

Réðst óður á tvo lögreglumenn með hnífi

Þrítugur maður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að hafa í ágúst í fyrra ráðist á tvo lögreglumenn vopnaður hnífi. Maðurinn var í sturlunarástandi vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu og sagðist hafa séð „stórar verur“ í íbúð fyrrverandi...
22.06.2017 - 15:40

Krefst 10 milljóna eftir árás með klaufhamri

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Honum er gefið að sök að hafa slegið mann ítrekað í höfuð og líkama með klaufhamri á nýársdag. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hefur verið greindur með flog eftir árásina og...
22.06.2017 - 10:25

Órökrétt og ruglandi niðurstaða Evrópudómstóls

Dómstólar Evrópuríkja mega úrskurða að bólusetningar valdi sjúkdómum, þrátt fyrir að engar vísindalegar sannanir séu fyrir tengslum á milli bóluefnisins og sjúkdómsins. Evrópudómstóllinn komst að þessari niðurstöðu í dag.
22.06.2017 - 01:39

Fara mjög líklega fram á lengra gæsluvarðhald

Mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna manndráps í Mosfellsdal fyrir tveimur vikum verða yfirheyrðir á morgun. Að því loknu mun lögregla ákveða hvort farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu yfir þeim, sem rennur annars út á...

Becker sagður hafa stungið höfðinu í sandinn

Boris Becker, einn frægasti tennispilari sögunnar og þrefaldur sigurvegari á Wimbledon, var lýstur gjaldþrota í dag. Dómari við gjaldþrotadómstól í Lundúnum sagði Becker hafa stungið höfðinu í sandinn vegna tveggja ára gamallar skuldar við Arbuthnot...
21.06.2017 - 19:09

Pútín hafnar tengslum við FL Group

Talsmaður Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, hafnar því að forsetinn hafi nokkur tengsl við íslenska fjárfestingafélagið FL Group. Fréttavefur Bloomberg birti í morgun ítarlega grein eftir verðlaunablaðamanninn Timothy L. O'Brien þar sem þeirri...
21.06.2017 - 16:55

Tveggja ára fangelsi fyrir tvö gróf rán

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann í tveggja ára fangelsi fyrir tvö rán, frelsissviptingu, fíkniefnalagabrot, gripdeild, hótanir og það að hafa hrækt á lögreglumann. Hann er dæmdur til að greiða tveimur mönnum sem hann rændi rúmlega 800 þúsund...
21.06.2017 - 15:22

Stundin þarf að borga fyrir myndir af Arnþrúði

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Stundina til að greiða Útvarpi Sögu 200 þúsund krónur fyrir að birta mynd af Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu. Útvarp Saga krafðist þess að Stundin yrði gert að greiða 7,5 milljón fyrir myndirnar...
21.06.2017 - 14:26

Gleymdist í bakkgír og rann á flugvél WOW

Samgöngustofa hefur gert flugfélaginu WOW-air að greiða að minnsta kosti 12 farþegum samtals um hálfa milljón vegna tafa sem urðu á ferð félagsins frá Keflavík til Kaupmannahafnar og svo frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur fimm dögum fyrir síðustu jól...
21.06.2017 - 13:44

Stal 33 milljónum frá Landsbankanum

Fyrrverandi starfsmaður kostnaðarbókhalds á fjármálasviði Landsbankans hefur verið ákærður fyrir rúmlega 33 milljóna króna fjárdrátt og peningaþvætti. Málið kom upp í lok síðasta árs og var starfsmanninum vikið strax frá störfum. Héraðssaksóknari...
21.06.2017 - 13:42

Skutu á Taílandskonung úr leikfangabyssum

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi hafa til skoðunar mál tveggja unglingspilta sem skutu nýverið á Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun, konung Taílands, þar sem hann var á reiðhjóli í bænum Erding skammt frá München.
21.06.2017 - 12:49

Veittist að fjölskyldu vegna kanína

Maður á sextugsaldri veittist að fjölskyldu sem var að gefa kanínum gulrætur í Elliðaárdalnum í fyrradag. Ung kona, sem var þar að skoða kanínurnar ásamt móður sinni, dóttur og ungri systur, hringdi í Neyðarlínuna vegna mannsins, sem hrópaði að þeim...
21.06.2017 - 10:42

Vilja lögreglunámskeið um innflytjendur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti Háskólanum á Akureyri í dag tillögu að námskeiði um fjölbreytni samfélagsins fyrir lögreglufræði sem kennd er við skólann. Tillagan er afrakstur verkefnisins Lögreglan í fjölbreyttu umhverfi sem tæplega 30...
20.06.2017 - 17:08

Fimm ára fangelsi fyrir sælgætissmygl

Dómstóll í Næstved í Danmörku hefur dæmt tvo danska bræður í samtals fimm ára fangelsi fyrir smygl. Þeir smygluðu ekki eiturlyfjum, vopnum eða neinu slíku, heldur gotteríi.
20.06.2017 - 15:55

Þrjú ár fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur

Karlmaður var í Hæstarétti dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfelldar ærumeiðingar gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Brotin áttu sér stað árin 2015 og 16 þegar stúlkan var 14 ára. Stúlkan gat ekki spornað gegn verknaðinum þar sem hún...
20.06.2017 - 14:18