Dóms- og lögreglumál

Hlín og Malín mættu í héraðsdóm - myndskeið

Aðalmeðferð í máli Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þinghaldið er lokað en systurnar eru ákærðar fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, og fyrir að...

Lögreglan felldi niður nauðgunarkæru Hlínar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu felldi niður nauðgunarkæru Hlínar Einarsdóttur gegn fyrrverandi samstarfsmanni hennar í nóvember. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, verjandi Hlínar, í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin var ekki kærð til...

Aðalmeðferð hefst í máli Hlínar og Malínar

Aðalmeðferð í máli systranna Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan rúmlega níu og stendur fram eftir degi en þinghaldið er lokað. Malín og Hlín eru ákærðar fyrir tilraun til fjárkúgunar gegn Sigmundi Davíð...

Stórtækt rússneskt peningaþvætti afhjúpað

Rússneskir glæpamenn nýttu þjónustu margra af stærstu bönkum Evrópu við að þvætta himinháar peningaupphæðir. Um þetta er fjallað í nokkrum helstu dagblöðum Evrópu. Peningaþvættið átti sér stað tæplega fjögurra ára tímabili, frá ársbyrjun 2011 fram í...
21.03.2017 - 03:41

Danskir bankar notaðir í peningaþvætti

Tugir milljarða af illa fengnu fé hafa verið fluttir í gegnum banka í Danmörku í skattaskjól. Danska dagblaðið Berlingske Tidende fullyrðir þetta í dag. Stjórnendur og starfsmenn bankanna hafi ekkert aðhafst, þótt viðvörunarljós hefðu átt að kvikna.
20.03.2017 - 21:20

Staðfestir frávísun á kröfum Fögrusala

Úrskurður um frávísun á máli Fögrusala var staðfestur í Hæstarétti fyrir helgi. Málið snerist um kaupsamning sem Fögrusalir höfðu gert við sýslumanninn á Suðurlandi um kaup á jörðinni Felli, sem liggur að Jökulsárlóni, eftir að jörðin var tekin til...
20.03.2017 - 18:21

Leit hætt þar til nýjar vísbendingar berast

Leit að Arturi Jarmoszko hefur verið hætt þar til nýjar vísbendingar berast. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir að lögreglan hafi átt fund vegna leitarinnar í morgun. Engar nýjar vísbendingar hafi borist um ferðir Arturs.
20.03.2017 - 16:36

Krefur fréttamenn RÚV um 10 milljónir

Guðmundur Spartakus Ómarsson krefur fréttastjóra og þrjá núverandi og fyrrverandi fréttamenn Ríkisútvarpsins um samtals tíu milljónir króna í miskabætur í meiðyrðamáli sem hann hefur höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið var tekið fyrir í...
20.03.2017 - 14:24

Stal peningum af fötluðum skjólstæðingi sínum

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrir helgi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Maðurinn sinnti réttindagæslu fyrir mjög fatlaðan mann en samkvæmt ákærunni dró hann sér 681 þúsund krónur af reikningi hans. Hann...
20.03.2017 - 13:58

Smyglaði 700 ml af amfetamínbasa til landsins

Pólskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að reyna smygla til landsins um 700 millílítrum af amfetamínbasa til landsins í byrjun febrúar á þessu ári. Maðurinn var að koma með flugi frá Berlín til Keflavíkur þegar tollverðir fundu...
20.03.2017 - 13:28

Hæstiréttur staðfestir frávísun héraðsdóms

Hæstiréttur hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á kröfu Ólafs Ólafssonar, um að viðurkennt yrði með dómi að skilyrði væru fyrir endurupptöku al-Thani málsins. Eftir stendur að krafa Ólafs um að úrskurður endurupptökunefndar um að hafna...
20.03.2017 - 13:19

„Ég veit ekkert af hverju ég er ákærður“

Kjartan Ólafsson, saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, krafðist þess að útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni yrði gert að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs í útvarpsþættinum „Línan er laus“ á Útvarpi...
20.03.2017 - 12:07

Rannsókn á dýraníði hætt

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grunsemdum um dýraníð í hesthúsi í Garðabæ hefur verið hætt, nema nýjar upplýsingar berast. Grunur var um að níðst hefði verið á að minnsta kosti tveimur hrossum um jólin. Í hesthúsinu fundust sleipiefni...
20.03.2017 - 10:33

Var undir áhrifum áfengis og vímuefna

Maðurinn sem skotinn var til bana af öryggisvörðum á Orly-flugvelli í París á föstudag var undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Guardian hefur þetta eftir heimildum sínum innan úr franska dómskerfinu.
20.03.2017 - 02:20

Þingmaður smyglaði farsímum inn í fangelsi

Ísraelskur þingmaður, Basel Ghattas að nafni, sagði af sér þingmennsku í dag. Hann var sviptur þinghelgi þegar grunsemdir vöknuðu um að hann hefði smyglað farsímum til palestínskra fanga í einu helsta öryggisfangelsi Ísraels.
19.03.2017 - 18:27