Dóms- og lögreglumál

Bás hafði betur gegn Róberti í lóðadeilu

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert munnlegt samkomulag hafi verið í gildi milli Rauðku, félags í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, og verktakafyrirtækisins Báss um að hið síðarnefnda ætti að flytja...
21.04.2017 - 21:08

Símon ekki vanhæfur í Marple-málinu

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Símon Sigvaldason sé ekki vanhæfur til að dæma í Marple-málinu svokallaða. Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, sakborningar í málinu, kröfðust þess að Símon yrði úrskurðaður...
21.04.2017 - 18:39

Ekki fleiri í sömu stöðu og umsjónarmaðurinn

Engir fleiri núverandi eða fyrrverandi starfsmenn forsetaembættisins gætu átt inni laun hjá embættinu af sömu ástæðum og fyrrverandi umsjónarmaður á Bessastöðum sem var hlunnfarinn um 7,5 milljóna laun á rúmlega fjögurra ára tímabili. Þetta segir...
21.04.2017 - 18:29

Stofnandi United Silicon vill fá Tesluna aftur

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á kröfu héraðssaksóknara um að hald yrði lagt á Teslu-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon og eins af stofnendum verksmiðjunnar....
21.04.2017 - 16:10

Fá bætur fyrir vopnað áhlaup á brúðkaupsveislu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt brúðhjónum og svaramanni þeirra 150 þúsund krónur á mann í miskabætur fyrir það þegar sérsveit lögreglu eyðilagði brúðkaupsveisluna þeirra í sumarbústað í Grímsnesi fyrir fjórum árum. Þyrla Landhelgisgæslunnar...
21.04.2017 - 16:01

Reyksprengju kastað inn í Bónus

Óskað var eftir aðstöð lögreglu og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eftir að reyksprengju var kastað inn í Bónus í Skeifunni nú upp úr hádegi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilliðinu þurfti að reykræsta búðina. Lögregla rannsakar nú málið en ekki...
21.04.2017 - 13:28

Dómstóll rekur heilaæxli til farsímanotkunar

Ítalskur dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil farsímanotkun hafi valdið því að stjórnandi í þarlendu fyrirtæki fékk góðkynja heilaæxli. Starfs síns vegna talaði maðurinn í síma í þrjár til fjórar klukkustundir á hverjum degi í fimmtán...
21.04.2017 - 09:13

Gróðafíkn að baki árásinni á lið Borussia

Lögregla í Þýskalandi handtók einn mann nú í rauðabítið, sem sterklega er grunaður um að bera ábyrgð á misheppnaðri sprengjuárás á rútur knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund fyrr í þessum mánuði. Þykir ljóst að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða...
21.04.2017 - 07:05

Ökumaður reyndi að hlaupa undan lögreglu

Lögreglumenn ætluðu að stöðva bifreið við Heiðargerði í Reykjavík upp úr klukkan tvö í nótt en ökumaður reyndi að komast undan. Hann stöðvaði síðan bifreiðina og reyndi að hlaupa af vettvangi en var þá handtekinn. Farþegar í bifreiðinni náðu þó að...
21.04.2017 - 06:41

Morðinginn áður dæmdur fyrir morðtilræði

Formleg kennsl hafa verið borin á árásarmanninn sem myrti einn lögreglumann og særði tvo til viðbótar í París í gærkvöldi áður enn hann var sjálfur felldur af lögreglu. Hann var handtekinn í febrúar síðastliðnum, grunaður um að leggja á ráðin um...
21.04.2017 - 03:02

Rússar banna „öfgasamtökin“ Votta Jehóva

Trúarhreyfingin Vottar Jehóva telst nú til öfgasamtaka í Rússlandi og starfsemi safnaðarins því ólögleg þar í landi héðan í frá. Þetta er niðurstaða hæstaréttar í Moskvu. Auk þess að banna alla starfsemi Votta Jehóva úrskurðaði hæstaréttardómarinn...
21.04.2017 - 00:23

Var grunaður um að ætla að fella lögreglumenn

Maðurinn sem skaut einn lögreglumann til bana og særði tvo til viðbótar á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld hafði verið undir eftirliti hryðjuverkadeildar lögreglu vegna gruns um að hann áformaði að verða lögreglumönnum að bana....
20.04.2017 - 22:24

Lögreglumaður skotinn til bana í París

Lögreglumaður var skotinn til bana og félagi hans særður á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld. Að sögn franska innanríkisráðuneytisins var árásarmaðurinn felldur.
20.04.2017 - 19:40

Skiptust á skotum á Amager

Nokkrum skotum var hleypt af á Amager í Kaupmannahöfn síðdegis í dag. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir lögreglunni að tveimur glæpagengjum hafi lent saman. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan hefur eftir vitnum að...
20.04.2017 - 18:37

Grunaður um að hafa skorið mann á háls

Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna yfir karlmanni sem er grunaður um tilraun til manndráps. Hann er sagður hafa skorið mann á háls þegar sá reyndi að endurheimta bíl sinn sem árásarmaðurinn virðist...
20.04.2017 - 08:57