Dóms- og lögreglumál

Dreng bjargað af botni Suðurbæjarlaugarinnar

Dreng á leikskólaaldri var bjargað af botni Suðurbæjarlaugarinnar í Hafnarfirði eftir að gestur kom auga á hann. Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður laugarinnar, segir í samtali við fréttastofu að þau eigi eftir að fara yfir atvikið og skoða...

240 sjúkraflutningar á helgarvaktinni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í mörg horn að líta um helgina. Þrjár stöðvar voru kallaðar út vegna bruna í tæknirými fyrirtækis á Barðastöðum á fjórða tímanum. Vel gekk að slökkva eldinn og er slökkvistarfi þar nú lokið. Mest hefur þó...
28.05.2017 - 16:59

Rússneskir skipstjórnarmenn grunaðir um ölvun

Grunur vaknaði um að skipstjóri rússnesks togara væri undir áhrifum áfengis þegar hann hafði samband við Landhelgisgæsluna í gærkvöld vegna komu til Hafnarfjarðar.
28.05.2017 - 11:20

Tugir handteknir í Árósum í gær

Lögregla var kölluð til í vesturbæ Árósa í gær vegna mikilla óláta. Alls voru 57 handteknir vegna ýmissa brota, segir á vef danska ríkisútvarpsins, DR.  DR hefur eftir Brian Foss Olsen, varðstjóra lögreglunnar á Austur-Jótlandi, að í fyrstu hafi...
27.05.2017 - 03:42

Flutti inn 208 MDMA-töflur með pakkasendingu

Tvítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla til landsins 208 stykkjum af MDMA í pakkasendingu frá Hollandi til Íslands. Tollverðir fundu efnin við eftirlit í póstmiðstöðinni við Stórhöfða...
26.05.2017 - 20:10

Helmingur fanga orðið fyrir kynferðisofbeldi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að um helmingur karlkyns fanga á Íslandi hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Það er talsvert hærra hlutfall en í öðrum löndum. Fangelsismálastjóri segir að unnið sé að bættu aðgengi fanga að...
26.05.2017 - 18:51

Leit að týndum sjóðum Ingvars aftur fyrir dóm

Krafa fjögurra barna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur - að dánarbúi hjónanna verði leyft að fjármagna leit að leynireikningum sem þau telja að tilheyri búinu - verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn eftir viku. Tillaga...
26.05.2017 - 15:32

Krefst 34 milljóna af Björgólfi Guðmyndssyni

Franskur saksóknari í máli gegn níu stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg krafðist þess að Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, yrði dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi og að honum yrði gert að greiða 300 þúsund...
26.05.2017 - 13:50

„Stýran“ handsömuð í El Salvador

Öryggissveitir í El Salvador höfðu hendur í hári „Stýrunnar,“ sem strauk úr fangelsi í Gvatemala fyrir rúmum tveimur vikum. Þar afplánaði hún 94 ára dóm fyrir að stýra glæpagengi sem sérhæfir sig í mannránum og leigumorðum.

Fótboltabullur handteknar í Kaupmannahöfn

14 eru í haldi lögreglu eftir bikarúrslitaleik FC Kaupmannahafnar og Bröndby í Kaupmannahöfn í dag. Óeirðir brutust út eftir leikinn og hefur danska ríkisútvarpið eftir lögreglu að um 20 lögregluþjónar hafi slasast við að hlutum var grýtt í þá....
25.05.2017 - 22:45

Lúkas Papademos særðist í sprengingu

Lúkas Papademos, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, og bílstjóri hans særðust á fótum þegar sprenging varð í bíl hans í Aþenu í dag. Ekki er vitað með vissu hvað olli henni, en hugsanlegt er talið að sprengju hafi verið komið fyrir í bílnum,...
25.05.2017 - 16:41

Mistök við gagnavarðveislu vegna nauðgunar

Mistök við geymslu gagna er ein ástæða þess að nauðgunarkæra leiddi ekki til ákæru. Því hefur þolandinn stefnt gerendunum fyrir dóm. Nauðgunin átti sér stað á Ísafirði haustið 2014.
25.05.2017 - 12:46

Grímur fer til Europol

Grímur Grímsson lætur af starfi yfirmanns miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Þá tekur hann við starfi tengslafulltrúa Íslands hjá Europol af Karli Steinari Valssyni sem gegnt hefur því starfi síðustu ár.
25.05.2017 - 09:18

Innbrotum fer fækkandi

Innbrotum hefur farið fækkandi á milli ára og er þróunin góð að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sjónarvottar að handtöku innbrotsþjófs í nótt segja lögregluna eiga hrós skilið fyrir skjót viðbrögð.
25.05.2017 - 00:06

Lögregla kölluð út til að hjálpa sel í vanda

Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd í Sandgerði í dag vegna sels sem lá þar í fjöruborðinu og virtist í vanda staddur. Fyrst var talið að veikindi hrjáðu selinn og að sögn varðstjóra lögreglu var haft samband við selasérfræðinga í bænum og þeir...
24.05.2017 - 19:20