Dóms- og lögreglumál

Gert að ákæra í niðurfelldu nauðgunarmáli

Ríkissaksóknari hefur gert héraðssaksóknara að gefa út ákæru í nauðgunarmáli sem héraðssaksóknari hafði áður ákveðið að fella niður án ákæru.
25.07.2017 - 07:17

Dæmdir fyrir fjölkvæni í Kanada

Tveir karlmenn voru dæmdir fyrir fjölkvæni í Kanada í dag. Annar maðurinn á 25 eiginkonur og 146 börn, hinn er kvæntur fimm konum. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Þeirra bíður allt að fimm ára fangelsisvist. Þetta er í fyrsta sinn sem reynir á...
25.07.2017 - 03:25

Tvær stúlkur slösuðust á vespu

Bifreið og vespa rákust saman við Valahjalla í Kópavogi um klukkan hálf átta í kvöld. Tvær stúlkur sátu vespuna þegar óhappið varð og voru fluttar með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans.

Dauðadómar fyrir raðmorð í „Hryllingshúsinu“

Indverskur dómstóll dæmdi í dag þarlendan kaupsýslumann og þjón hans til dauða fyrir að myrða konu í glæsihýsi sem hefur fengið viðurnefnið „Hryllingshúsið“. Líkamsleifar átján fórnarlamba til viðbótar fundust í húsinu og umhverfis það.
24.07.2017 - 15:30

Lögreglan varar við símasvindli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölda ábendinga frá fólki sem hefur fengið símtal frá erlendu númeri. Allir hafa sömu sögu að segja. Það er hringt og skellt nær samstundis á en símanúmerið er sjáanlegt á símanum sem hringt er í.
23.07.2017 - 22:27

Faðir grunaður um morðin í Gautaborg

Dómstóll í Gautaborg hefur úrskurðað mann á sextugsaldri í gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt konu sína og þrjú börn þeirra í Angered, úthverfi í norðurhluta borgarinnar. Þau fundust í íbúð þar á fimmtudagsmorgun.
22.07.2017 - 12:20

Lögreglustjóri Minneapolis segir af sér

Lögreglustjórinn í Minneapolis sagði upp störfum í dag, að beiðni borgarstjóra. Lögreglustjórinn hlaut harða gagnrýni fyrir viðbrögð sín eftir að lögreglumaður varð ástralskri konu að bana. 
22.07.2017 - 01:46

Tunguliprir sölumenn teknir til fanga

Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag grunaðir um fjársvik. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði áður varað við þessum mönnum því þeir buðu gæðafatnað til sölu á grunsamlega góðu verði og þannig hafði þeim ítrekað tekist að...
21.07.2017 - 20:48

Lést eftir vinnuslys

Maðurinn sem lenti í vinnuslysi hjá Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. Hann klemmdist í vél sem notuð er til að steypa frauðplastkassa. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirlitinu. Manninum var ekið á sjúkrahús í...
21.07.2017 - 19:25

Kona og barn í hættu þegar bílarnir brunnu

Hætta skapaðist þegar eldur kviknaði í tveimur bílum fyrir utan sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur maður undir grun um að hafa kveikt í bílunum.
21.07.2017 - 17:33

Dæmdur dópsmyglari vildi losna úr varðhaldi

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að brasilískur maður á þrítugsaldri sem í vikunni hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir kókaínsmygl skuli sitja áfram sæta gæsluvarðhaldi á meðan frestur til að áfrýja...
21.07.2017 - 16:27

Tveir bílar alelda – grunur um íkveikju

Eldur kviknaði í tveimur bílum sem stóðu fyrir utan sjúkrahúsið Vog við Stórhöfða í Reykjavík. Annar bíllinn er handónýtur og hinn er illa farinn. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í þeim. Slökkviliðið þurfti að fara á svæðið í tvígang til að...
21.07.2017 - 15:32

Gæsluvarðhald framlengt í manndrápsmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í morgun á kröfu lögreglu um að gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni, sem er grunaður um að hafa orðið manni að bana í Mosfellsdal fyrir sex vikum, verði framlengt um fjórar vikur, til 11. ágúst, á grundvelli...
21.07.2017 - 14:14

Hætt kominn eftir alvarlegt vinnuslys

Starfsmaður Plastgerðar Suðurnesja slasaðist illa þegar hann klemmdist í vinnuvél um hádegisbilið í dag. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglubílar óku með sjúkraflutningabifreið til að greiða fyrir umferð á leiðinni.
21.07.2017 - 13:04

Fangi strauk og fannst fyrir utan bíó

Fangi slapp úr haldi í fangelsinu á Akureyri seinnipartinn í gær. Hann fannst fyrir utan Borgarbíó í miðbæ Akureyrar í gærkvöld og var kominn aftur í varðhald rétt fyrir klukkan ellefu. Fanginn var langt kominn með afplánun sína, en dagsleyfi hans...