Deilur og stríð

Ísraelsmenn réðust á sýrlenskar hersveitir

Þrír létust og tveir særðust í morgun í árás Ísraela á bækistöðvar vopnaðra sveita sem hliðhollar eru Assad Sýrlandsforseta, nærri rústum Kuneitra-borgar í Gólanhæðunum. Mennirnir tilheyrðu Þjóðvarnarliðinu, einni fárra vopnaðra sveita í Kuneitra-...
23.04.2017 - 09:23

Minnst 130 féllu í Mazar-i-sharif

Að minnsta kosti 130 afganskir hermenn féllu í árás talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í Balkh-héraði í Afganistan í gær, langflestir hermenn stjórnarhersins. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að deyja af sárum sínum. Á annan tug vígamanna...
22.04.2017 - 07:40

Lögreglumorðinginn í París nafngreindur

Maðurinn sem banaði einum lögreglumanni og særði tvo á Champs-Élysées breiðgötunni í París hefur verið nafngreindur af yfirvöldum. Hann hét Karim Cheurfi og var margdæmdur ofbeldis- og glæpamaður. Saksóknarinn François Molins upplýsti þetta á...
22.04.2017 - 06:51

Mannskæð árás á útibú FSB austast í Rússlandi

Tveir dóu þegar einn maður réðist inn á skrifstofu rússnesku leyniþjónustustofnunarinnar FSB í borginni Khabarovsk, rétt við kínversku landamærin á föstudag. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst sig ábyrg fyrir árásinni og segja þrjá hafa...
22.04.2017 - 05:26

Talibanar felldu tugi hermanna

Að minnsta kosti fimmtíu afganskir hermenn féllu í árás Talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í dag. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir talsmanni Bandaríkjahers. Vígamenn Talíbana klæddust einkennisbúningum afganska hersins og komust þannig inn i...
22.04.2017 - 00:53

Rútur flóttamanna aftur af stað

Hluti almennra borgara sem fluttur var frá bæjunum Fuaa og Kafraya í Sýrlandi fyrr í vikunni í samræmi við samkomulag þess efnis, fékk að fara frá bænum Rashidin í morgun eftir að hafa setið þar fastur í tvo sólarhringa.
21.04.2017 - 08:12

Morðinginn áður dæmdur fyrir morðtilræði

Formleg kennsl hafa verið borin á árásarmanninn sem myrti einn lögreglumann og særði tvo til viðbótar í París í gærkvöldi áður enn hann var sjálfur felldur af lögreglu. Hann var handtekinn í febrúar síðastliðnum, grunaður um að leggja á ráðin um...
21.04.2017 - 03:02

Íran brýnir Bandaríkin til að standa við sitt

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, brýnir Bandaríkjastjórn til að standa við sínar eigin skuldbindingar í tengslum við kjarnorkusamninginn frá 2015 fremur en að slengja fram tilhæfulausum ásökunum í garð Írana. „Margtuggnar ásakanir...
21.04.2017 - 02:13

Var grunaður um að ætla að fella lögreglumenn

Maðurinn sem skaut einn lögreglumann til bana og særði tvo til viðbótar á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld hafði verið undir eftirliti hryðjuverkadeildar lögreglu vegna gruns um að hann áformaði að verða lögreglumönnum að bana....
20.04.2017 - 22:24

Fundu 17 fjöldagrafir til viðbótar

Rannsóknarhópur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fundið 17 fjöldagrafir til viðbótar þeim sem áður hafa fundist í Kasai-héruðunum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Minnst 74 lík voru í gröfunum, þar af 30 af börnum. Zeid Raad Al Hussein,...
20.04.2017 - 05:51

Sakar Írana um „geigvænlegar ögranir“

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar Írana um „geigvænlegar og viðvarandi ögranir" sem miði að því að grafa undan stöðugleika í Miðausturlöndum og hagsmunum Bandaríkjanna í þessum heimshluta um leið. Fái Íran að fara sínu fram...
20.04.2017 - 02:19

Hvernig á að útskýra sprengjuárás fyrir barni?

Hvernig útskýrir þú fyrir börnum að einhver vilji varpa sprengju á húsið þeirra? Það er meðal þeirra verkefna sem starfsmenn hjálparsamtaka standa frammi fyrir í Sýrlandi. Yfirmaður neyðarastoðar SOS Barnaþorpa segir mikilvægast að skapa börnunum...
19.04.2017 - 21:30

Ætla að sanna efnavopnaárás á Sýrlendinga

Frakkar ætla að leggja fram sannanir fyrir því á næstu dögum að stjórnvöld í Sýrlandi hafi fyrirskipað efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í þessum mánuði. Forsetar Sýrlands og Rússlands þræta fyrir að sýrlenski stjórnarherinn hafi verið að...
19.04.2017 - 17:55

Bandarískir hermenn til Anbar

Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna er kominn til Ain al-Assad-herflugvallarins í Anbarhéraði í Írak til þess að hjálpa írakska stjórnarhernum að endurheimta borgir á bæi í héraðinu sem enn eru á valdi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.
19.04.2017 - 09:32

Endurskoða refsiaðgerðir gegn Íran

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur falið viðeigandi stofnunum að meta hvort það hefði þjóðnað bandarískum hagsmunum þegar fyrrverandi stjórn Baracks Obama samþykkti að draga úr refsiaðgerðum gegn Íran í samræmi við samkomulag í...
19.04.2017 - 08:13