Deilur og stríð

Vígahreyfing í Líbíu leyst upp

Líbíska vígahreyfingin Ansar al-Sharia, sem er nátengd Al Kaída hryðjuverkasamtökunum, hefur verið leyst upp. Frá þessu er greint í yfirlýsingu sem birt var á netinu í kvöld. Vígahreyfingin er grunuð um árás á bandaríska sendiráðið í Benghazi árið...
28.05.2017 - 00:51

Vissu snemma hver sprengjumaðurinn var

Lögreglan í Manchester hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir hryðjuverkamanninn Salman Abedi kvöldið sem hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í forsal tónleikahallarinnar Manchester Arena. 22 létu lífið og tugir særðust, margir alvarlega....
27.05.2017 - 21:08

Bretar lækka viðbúnaðarstig að nýju

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að viðbúnaðarstig í landinu hefði verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig vegna hryðjuverksins í Manchester á mánudag. Þeir hermenn sem voru kallaðir út til að aðstoða...
27.05.2017 - 11:17

Egyptar hefndu hryðjuverkaárásar

Egypski herinn gerði loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna í Líbíu, að sögn foseta Egyptalands, Abdul Fattah al-Sisi. Árásin er hefnd fyrir árás vígamanna á rútu safnaðar úr þjóðkirkju Egyptalands. Minnst 28 létust í árásinni og 25 til viðbótar...
27.05.2017 - 00:21

Níundi maðurinn handtekinn í Manchester

Lögreglan í Manchester handtók í dag 44 ára gamlan karlmann vegna gruns um að hann tengist árásinni í Manchester Arena á mánudagskvöld. Sjónarvottar segja lögreglu hafa farið um borð í strætisvagn í Rusholme og handtekið manninn. Verslunareigandi,...
26.05.2017 - 22:24

Segjast hafa náð flestum í „Manchester-hópnum“

Mark Rowley, yfirmaður hryðjuverkadeildar Lundúnalögreglunnar, segir að lögreglan telji sig hafa handtekið flesta í hópi þeirra sem Salman Abedi var talinn tilheyra. Abedi sprengdi sig í loft upp í forsal tónleikahallarinnar Manchester Arena eftir...
26.05.2017 - 17:01

Viðurkenna mannfall meðal almennra borgara

Bandaríkjaher viðurkenndi í dag að yfir hundrað almennir borgarar hafi fallið í loftárás í Mosul í mars. Stjórnstöð hersins segist hafa miðað á tvær leyniskyttur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Loftárásin hafi lent á sprengjum...
26.05.2017 - 01:53

Hryðjuverkin fylgja þekktu mynstri

Hópur manna hefur verið handtekinn vegna hryðjuverkanna í Manchester á Englandi í fyrrakvöld. Mennirnir sem voru handteknir í Manchester í dag tengjast sjálfsvígsárásarmanninum Saleh Abedi, en í fyrstu var talið að hann hefði verið einn að verki....
24.05.2017 - 17:48

Macron vill framlengja neyðarlög í Frakklandi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að fara fram á að lög um neyðarástand í landinu verði framlengd til 1. nóvember. Þá vill hann að þingið skerpi á lögunum með því að auka valdheimildir öryggissveita lögreglunnar.
24.05.2017 - 10:52

Khan biður íbúa Lundúna um að halda ró sinni

Sadiq Khan, borgarstjóri í Lundúnum, biður íbúa Lundúna um að halda ró sinni en vera um leið vakand og tilkynna allt grunsamlegt til lögreglu. Íbúar höfuðborgarinnar verði varir við fleiri lögreglumenn á götum borgarinnar eftir að hæsta...
23.05.2017 - 23:28

Hæsta viðbúnaðarstig í Bretlandi

Theresa May,forsætisráðherra Bretlands, upplýsti í yfirlýsingu á níunda tímanum í kvöld að viðbúnaður í Bretlandi hefði verið settur á hæsta stig. May, sem hefur frestað kosningabaráttu sinni fram á miðvikudag, segir þetta gert vegna yfirvofandi...

Leyniþjónustan þekkti til Salman Abedi

Leyniþjónustan í Bretlandi þekkti til Salman Ramadan Abedi sem sprengdi sprengju í forsal Manchester Arene-tónleikahallarinar á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í gærkvöld. 22 eru látnir og 59 sárir eftir árás Abedi. Bandarískir...

Hafa fundið myndskeið af sprengjumanninum

Lögreglan í Manchester hefur fundið myndskeið úr eftirlitsmyndavélum sem hún telur sýna Salman Abedi ganga inn í tónleikahöllina Manchester Arena þar sem hann sprengdi sig í loft upp. Myndskeiðið er sagt sýna þegar sprengjan sem Abadi var með...
23.05.2017 - 19:04

Minni líkur en meiri á árás hér á landi

Ríkislögreglustjóri segir ekki ástæðu til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi vegna árásarinnar í Manchester. Líkur á árás hér á landi séu minni en meiri þó ógnin færist sífellt nær.
23.05.2017 - 18:40

Átta ára stúlka lét lífið í árásinni

Tólf þeirra sem særðust í árásinni eru yngri en 16 ára. Þau voru flutt á barnaspítala borgarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi við eitt af sjúkrahúsum borgarinnar nú fyrir skömmu.
23.05.2017 - 12:36