Deilur og stríð

Sjálfsvígsárás á danska hermenn

Þrír almennir borgarar særðust í dag í sjálfsvígsárás á bílalest hermanna Atlantshafsbandalagsins í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Í bílalestinni voru danskir hermenn. Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn staðfestir að engan þeirra hafi sakað.
24.09.2017 - 10:39

Mótmæltu hótunum Bandaríkjaforseta

Hundrað þúsund manns söfnuðust saman í dag í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og mótmæltu hótunum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að ráðast á landið. Að sögn ríkisfréttastofunnar KCNA voru lesin upp skilaboð frá Kim Jong-un, leiðtoga landsins...
24.09.2017 - 10:25

Róhingjar fá ekki að kaupa símakort

Símafyrirtækjum í Bangladess hefur verið bannað að selja flóttamönnum úr minnihlutahópi Róhingja kort í farsímana sína. Þetta er gert af öryggisástæðum, að því er AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni í fjarskiptaráðuneyti landsins.
24.09.2017 - 08:45

Skjálftinn ekki vegna nýrrar kjarnorkusprengju

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5, sem varð í Norður-Kóreu á laugardag, var ekki afleiðing nýrrar kjarnorkusprengingar, eins og óttast var. Jarðskjálftamiðstöð Kína sendi frá sér tilkynningu þessa efnis síðla laugardagskvölds. Þar segir að skoðun og...
24.09.2017 - 03:54

Enn harðnar Kóreudeilan

Bandarískar sprengju- og orustuþotur flugu í dag lengra norður með austurströnd Norður-Kóreu en nokkru sinni á þessari öld, segir í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði á allsherjarþingi Sameinuðu...
23.09.2017 - 22:48

Róhingjar eru hættir að flýja til Bangladess

Straumur Róhingja-flóttamanna frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess virðist hafa stöðvaðst. Enginn hefur komið yfir landamærin síðastliðna þrjá daga. Á fimmta hundrað þúsund Róhingjar hafa flúið síðustu vikur og hafast við í flóttamannabúðum...
23.09.2017 - 18:34

Skorar á Katalóna að hætta við kosningar

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, skorar á sjálfstæðissinna í Katalóníu að gefast upp og hætta við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins 1. október næstkomandi. Þeir viti að atkvæðagreiðslan sé óframkvæmanleg.
23.09.2017 - 16:28

Mældu jarðskjálfta í Norður-Kóreu

Jarðskjálftamælar í Kína sýna að skjálfti af stærðinni þrír komma fjórir varð í dag í Norður-Kóreu. Samkvæmt mælunum voru upptökin á innan við eins kílómetra dýpi. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua kann það að benda til þess að sprenging hafi...
23.09.2017 - 10:04

Kína skrúfar fyrir eldsneytissölu til N-Kóreu

Kínverjar ætla að draga mjög úr sölu á fullunnum jarðolíuafurðum til Norður-Kóreu til samræmis við nýjustu ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar um. Einnig munu þeir hætta öllum innflutningi á norður-kóreskum textílvörum, eins og kveðið er á um...
23.09.2017 - 05:28

Vilja ræða mál Róhingja í Öryggisráðinu

Svíþjóð, Frakkland, Bretland, Bandaríkin og þrjú ríki önnur hafa kallað eftir fundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að ræða skálmöldina í Rakhine-héraði í Mjanmar. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Farið er fram á að framkvæmdastjóri...
23.09.2017 - 02:55

Mótmæla handtökum katalónskra embættismanna

Fjöldi fólks er saman kominn utan við hæstarétt í Barselóna og krefst þess að tólf katalónskir embættismenn verði látnir lausir. Þeir voru handteknir fyrir að taka þátt í að skipuleggja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu eftir rúma viku.
22.09.2017 - 09:38

Hættuástand í flóttamannabúðum Róhingja

Mannúðar- og hjálparsamtökin Læknar án landamæra segja flóttamannabúðir fyrir Róhingja séu við það að teljast ógnun við almannaheilsu.
22.09.2017 - 09:06

Sjálfstæðissinnaðir embættismenn fá dagsektir

Stjórnarskrárdómstóll á Spáni hefur dæmt háttsetta opinbera starfsmenn í Katalóníu í dagsektir fyrir að undirbúa atkvæðagreiðslu um hvort Katalónía eigi að segja sig úr lögum við Spán og lýsa yfir sjálfstæði.
22.09.2017 - 08:03

Handtekinn vegna hryðjuverka í Katalóníu

Spænska lögreglan hefur marokkóskan mann í haldi vegna gruns um að hann tengist hryðjuverkunum í Barselóna og annars staðar í Katalóníu í síðasta mánuði. Innanríkisráðuneytið í Madríd greindi frá þessu í dag. Hinn handtekni er búsettur á Spáni. Hann...
22.09.2017 - 07:49

Japan vill einangra Norður-Kóreu enn frekar

Utanríkisráðherra Japans hvetur ríki heims til að slíta stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu, til að auka þrýsting á þarlend stjórnvöld um að láta af öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Utanríkisráðherrann, Taro Kono, sem er á...
22.09.2017 - 04:20