Austurland

Göngukonan fundin heil á húfi

Um hálftólf í kvöld fundu björgunarsveitir á Austurlandi konu sem villtist í þoku í brattlendi við sunnanverðan Seyðisfjörð. Guðjón Már Jónsson hjá aðgerðastjórn Landsbjargar segir konuna hafa verið ómeidda og treysti hún sér til að ganga sjálf...
27.07.2017 - 01:12

Friðlýsing Jökulsárlóns „hrein valdníðsla“

Lögmaður Fögrusala ehf sem keypti jörðina Fell í vetur, segir að fyrirhuguð friðlýsing Jökulsárlóns sé hrein valdníðsla af hálfu ríkisins. Ríkið nýtti forkaupsrétt sinn og enn er óútkljáð dómsmál um hvort ríkið hafi staðið löglega að því. Björt...
25.07.2017 - 12:49

Mikil þátttaka í erfiðu Dyrfjallahlaupi

Mikil þátttaka var í fyrsta Dyrfjallahlaupinu sem var haldið um helgina. Hlaupið var í kringum Dyrfjöll í tilefni af 100 ára afmæli UMFB, Ungmennafélags Borgarfjarðar en fjöllin standa við Borgarfjörð eystra. Keppendur segja 23 kílómetra langa...
24.07.2017 - 14:49

Makríllinn vænn en dreifður

Vikingur AK, uppsjávarskip HB Granda, kom til Vopnafjarðar í gærkvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suð-Austurlandi.
22.07.2017 - 08:19

Lambið með mikla áverka – MAST kærir drápið

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu grófar misþyrmingar og dráp á lambi í Breiðdal í byrjun júlí. Þá hefur komið í ljós komið að lambið var með mun meiri áverka en upphaflega var talið. Ekki aðeins var búið að skera það á háls, heldur var það...
19.07.2017 - 15:54

Fyrstu tarfar ársins felldir

Hreindýraveiðar eru hafnar þetta sumarið, til 1. ágúst má einungis fella tarfa en eftir það einnig kýr. Starfsmaður umhverfisstofnunar segir veiðarnar hafa gengið vel hingað til enda komi veiðimenn vel undirbúnir til veiða.
18.07.2017 - 11:23

Byggðastofnun segir fiskeldi mikla lyftistöng

Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar segir sjókvíaeldi við Ísland hafa verið mikla lyftistöng fyrir samfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum sem hafa átt undir högg að sækja. Þó verði náttúran alltaf að njóta vafans og nauðsynlegt sé að taka...
17.07.2017 - 12:17

Ófá þorrablótsdress á kjólasýningu á Eskifirði

Sýning á kjólum eftir Fanneyju Lovísu Guðnadóttur saumakonu hefur verið opnuð á Eskifirði. Hún helgaði líf sitt því að búa til spariföt á annað fólk og eftir hana liggja margir dýrgripir.
16.07.2017 - 21:57

Fjárfestingunni varla hent út um gluggann

Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar, þar sem lagst er gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, sé einungis innlegg í umræðuna en ekki endanleg niðurstaða. Fjárfestingu sem þegar hefur verið...
15.07.2017 - 12:20

Áhættumat leyfir sjö sinnum meira eldi

Vestfirðir og Austfirðir þola sjöfalt meira eldi á frjóum laxi, samkvæmt nýju áhættumati Hafrannsóknastofnunar, sem unnið var fyrir starfshóp um stefnumótun í fiskeldi við Ísland. Þar er þó lagst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi þar sem þrjú...
14.07.2017 - 20:51

Hafró leggst gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi

Ekkert laxeldi skal vera í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, og ekki er leyfilegt að auka eldi í Berufirði, samkvæmt niðurstöðu áhættumats um erfðablöndun laxastofna. Miðað er við frjóan lax.
14.07.2017 - 16:06

Norræna sneisafull - 420 ökutæki komu í morgun

Mikill fjöldi ferðamanna kom með ferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Tollvörður segir í samtali við fréttatofu að ferjan hafi verið sneisafull og varla hægt að koma einu reiðhjóli til viðbótar um borð. Með ferjunni komu rúmlega þúsund manns...
13.07.2017 - 12:03

Einhver töf á opnun Norðfjarðarganga

Það styttist óðum í að Norðfjarðargöng verði tekin í gagnið. Upphaflega var gert ráð fyrir opnun föstudaginn fyrsta september. Samkvæmt upplýsingum frá Suðurverki verða einhverjar tafir og nær öruggt að ekki verði klippt á borðann þann dag. Enn séu...
13.07.2017 - 11:41

Fiskvinnsla á Breiðdalsvík í uppnámi

Fiskvinnsla Ísfisks á Breiðdalsvík er í uppnámi og hætta á að tíu störf í vinnslu hverfi frá staðnum. Fyrirtækið hefur sagt upp samningi við Byggðastofnun og segist þurfa að fá meira út úr samningum til að vinnslan borgi sig. Framkvæmdastjóri...
13.07.2017 - 09:25

Stórbættur Norðfjarðarflugvöllur eykur öryggi

Aðstæður til sjúkraflugs til og frá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað batna til muna á næstu dögum þegar Norðfjarðarflugvöllur verður opnaður eftir miklar endurbætur. Klæðning hefur verið lögð á þúsund metra langa brautina og þar væri hægt að...
12.07.2017 - 12:20