Átök í Sýrlandi

Kúrdar nærri búnir að ná yfirráðum yfir Raqa

Varnarsveitir Kúrda og arabískir bandamenn hafa frelsað 90 af hundraði borgarinnar Raqa þar sem hafa verið stjórnstöðvar hryðjuverkasamtakanna Islamska ríkið ISIS í Norður-Sýrlandi.
20.09.2017 - 10:05

Stjórnarherinn nálgast SDF í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn, sem sótt hefur fram gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands, hefur sent lið yfir Efrat-fljót sem skilur að austur- og vesturhluta borgarinnar. Þetta staðfesti foringi í bandalagi Kúrda og...
19.09.2017 - 09:18

Ætla að umkringja vígamenn í Deir Ezzor

Sýrlenski herinn leggur allt kapp á að umkringja yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta landsins. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir sýrlenskum herforingja í dag.
13.09.2017 - 14:36

Vígamenn sviptir ríkisborgararétti

Fjórir Hollendingar, sem fóru til að berjast með vígasveitum í Sýrlandi, hafa í samræmi við nýja og herta hryðjuverkalöggjöf verið sviptir hollenskum ríkisborgararétti. Stef

Vígamenn reyna að komast heim

Hundruð liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins eru komnir til Idlib héraðs í norðvesturhluta Sýrlands og reyna að komast yfir landmærin til Tyrklands. Íslamistarnir hafa flúið minnkandi yfirráðasvæði þar sem her Kúrda sækir fram, studdur...
13.09.2017 - 09:18

Ísraelsmenn gerðu loftárás á Sýrland

Tveir menn féllu í loftárásum Ísraelsmanna á hernaðarmannvirki í vesturhluta Sýrlands í nótt. Þetta sagði í tilkynningu sem sýrlenski stjórnarherinn sendi frá sér í morgun.
07.09.2017 - 07:07

Sýrlandsher sækir fram í Deir Ezzor

Stjórnarherinn og bandamenn hans sækja nú fram í Deir Ezzor-héraði í austurhluta Sýrlands að samnefndri borg, en markmiðið er að rjúfa umsátur hryðjuverkasveita Íslamska ríkisins um borgina. Sveitir samtakanna hafa setið um borgina í tvö ár.
04.09.2017 - 08:14

Telur Baghdadi hugsanlega á lífi

Bandarískur herforingi telur hugsanlegt að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sé enn á lífi.

Nasrallah ræddi við Assad í Damaskus

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, fór nýlega til Damaskus að ræða við Assad Sýrlandsforseta til að leita samþykkis hans við samkomulag milli Hezbollah og liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins. 
31.08.2017 - 16:37

HRW vill rannsókn á mannshvörfum

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvetja til óháðrar rannsóknar á örlögum þúsunda manna sem horfið hafa í borgarastríðinu í Sýrlandi. Samtökin vilja einnig að fjöldagrafir verði skrásettar og rannsakaðar og að reynt verði að bera kennsl á...
30.08.2017 - 16:48

Hindruðu för vígamanna með loftárásum

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gerðu loftárásir á bílalest vígamanna í Sýrlandi til að hindra för þeirra til austurhluta landsins. Erindreki Bandaríkjastjórnar greindi frá þessu í dag.

Íslamska ríkið gerir gagnárás í Raqa

Að minnsta kosti 34 féllu úr liði sýrlenskra stjórnarhermanna og bandamanna þeirra þegar liðsmenn hryðjuverkasamtakannna sem kenna sig við íslamska ríkið gerðu gagnárás í Raqa héraði í norðurhluta Sýrlands í morgun. Mannréttindasamtök segja að...
25.08.2017 - 08:00

Netanyahu ræddi við Pútín um Íran

Ógn stafar af auknum umsvifum Írana í Sýrlandi. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á fundi með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag.

Á annað hundrað féllu á einni viku

Hátt á annað hundrað almennir borgarar féllu í síðustu viku í loftárásum Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á hverfi í borginni Raqqa í Sýrlandi sem enn eru undir yfirráðum Íslamska ríkisins. 250 loftárásir voru gerðar á borgina.
22.08.2017 - 11:48

Mattis hvetur Íraka til dáða

James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom til Bagdad höfuðborgar Íraks í morgun til að hvetja stjórnarliða til dáða í baráttunni gegn hryðjuverkasveitum Íslamska ríkisins.