Asía

Minnst 130 féllu í Mazar-i-sharif

Að minnsta kosti 130 afganskir hermenn féllu í árás talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í Balkh-héraði í Afganistan í gær, langflestir hermenn stjórnarhersins. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að deyja af sárum sínum. Á annan tug vígamanna...
22.04.2017 - 07:40

Mannskæð árás á útibú FSB austast í Rússlandi

Tveir dóu þegar einn maður réðist inn á skrifstofu rússnesku leyniþjónustustofnunarinnar FSB í borginni Khabarovsk, rétt við kínversku landamærin á föstudag. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst sig ábyrg fyrir árásinni og segja þrjá hafa...
22.04.2017 - 05:26

14 bændur fórust í ákeyrslu

Fjórtán indverskir bændur létust þegar ökumaður vörubíls missti stjórn á trukknum og ók inn í hóp bænda, sem höfðu safnast saman til mótmæla utan við lögreglustöð í Andhra Pradesh-fylki í suðurhluta landsins. Bíllinn var á talsverðum hraða þegar...
22.04.2017 - 00:57
Erlent · Asía · Indland

Talibanar felldu tugi hermanna

Að minnsta kosti fimmtíu afganskir hermenn féllu í árás Talíbana á herstöð í Mazar-i-sharif í dag. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir talsmanni Bandaríkjahers. Vígamenn Talíbana klæddust einkennisbúningum afganska hersins og komust þannig inn i...
22.04.2017 - 00:53

CHP reynir að fá úrslitum hnekkt

Forystumenn tyrkneska Lýðveldisflokksins CHP hafa leitað til æðsta dómstóls landsins til að reyna að hnekkja úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd forseta landsins.
21.04.2017 - 13:18

Rútur flóttamanna aftur af stað

Hluti almennra borgara sem fluttur var frá bæjunum Fuaa og Kafraya í Sýrlandi fyrr í vikunni í samræmi við samkomulag þess efnis, fékk að fara frá bænum Rashidin í morgun eftir að hafa setið þar fastur í tvo sólarhringa.
21.04.2017 - 08:12

Íran brýnir Bandaríkin til að standa við sitt

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, brýnir Bandaríkjastjórn til að standa við sínar eigin skuldbindingar í tengslum við kjarnorkusamninginn frá 2015 fremur en að slengja fram tilhæfulausum ásökunum í garð Írana. „Margtuggnar ásakanir...
21.04.2017 - 02:13

Sex fá að bjóða sig fram í Íran

Hassan Rouhani, forseti Írans, er einn af sex sem fá að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu í næsta mánuði. Hið íhaldssama verndarráð sem erkiklerkurinn Ali Khameini skipar ákvað hverjir fengju að bjóða sig fram. Alls skráðu rúmlega sextán...
20.04.2017 - 21:41
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál

Fordæma flugskeytatilraunir Norður-Kóreu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag nýjustu tilraunir Norður-Kóreumanna með flugskeyti. Hertum refsiaðgerðum var hótað í ályktun sem samþykkt var samhljóða. Í henni kemur fram að framferði Norðurkóreumanna valdi óstöðugleika og spennu í...
20.04.2017 - 18:10

Fækka flugferðum til BNA um fimmtung

Emirates-flugfélagið tilkynnti í gær að það hygðist fækka flugferðum sínum til Bandaríkjanna um allt að 20 prósent frá og með mánaðarmótum. Ástæðan er sögð minnkandi eftirspurn í kjölfar hertra öryggisreglna og ítrekaðra tilrauna Trump-stjórnarinnar...
20.04.2017 - 04:25

Sakar Írana um „geigvænlegar ögranir“

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakar Írana um „geigvænlegar og viðvarandi ögranir" sem miði að því að grafa undan stöðugleika í Miðausturlöndum og hagsmunum Bandaríkjanna í þessum heimshluta um leið. Fái Íran að fara sínu fram...
20.04.2017 - 02:19

Ætla að sanna efnavopnaárás á Sýrlendinga

Frakkar ætla að leggja fram sannanir fyrir því á næstu dögum að stjórnvöld í Sýrlandi hafi fyrirskipað efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun fyrr í þessum mánuði. Forsetar Sýrlands og Rússlands þræta fyrir að sýrlenski stjórnarherinn hafi verið að...
19.04.2017 - 17:55

Erdogan ætlar að hitta Trump í maí

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ætlar að eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í næsta mánuði. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi fréttamönnum frá þessu í Ankara í morgun.
19.04.2017 - 11:42

Bandarískir hermenn til Anbar

Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna er kominn til Ain al-Assad-herflugvallarins í Anbarhéraði í Írak til þess að hjálpa írakska stjórnarhernum að endurheimta borgir á bæi í héraðinu sem enn eru á valdi hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins.
19.04.2017 - 09:32

Fólksflutningar byrjaðir aftur í Sýrlandi

Byrjað var aftur í morgun að flytja burt almenna borgara frá bæjum sem umsetnir eru af stríðandi fylkingum í samræmi við samkomulag þess efnis. Fréttaritari AFP-fréttastofunnar greindi frá þessu í morgun. 
19.04.2017 - 07:49